Bíó og sjónvarp

Leikari / leikkona í aukahlutverki

Helgi Björnsson - Strákarnir okkarHelgi kemur á óvart í hlutverki uppgjafa knattspyrnumanns, sem lifir á fornri frægð. Skemmtileg, en um leið aumkunarverð persóna sem verður eftirminnileg.

FRAMLEIÐANDI: Júlíus Kemp, Ingvar Þórðarson

STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Róbert Douglas

HANDRIT: Róbert Douglas & Jón Atli Jónasson

Jón Atli Jónasson - Strákarnir okkarJón Atli býr til heillandi en jafnframt óþolandi persónu, sem lætur vaða á súðum og treður yfir fólk á skítugum skónum.

FRAMLEIÐANDI: Júlíus Kemp, Ingvar Þórðarson

STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Róbert Douglas

HANDRIT: Róbert Douglas & Jón Atli Jónasson

Pálmi Gestsson - ÁramótaskaupiðNafnarnir Halldór Laxness og Halldór Ásgrímsson verða sprelllifandi í skopstælingum Pálma, sem virðist geta brugðið sér í allra kvikinda líki.

FRAMLEIÐANDI: Ríkisútvarpið – Sjónvarp

STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Sigurður Sigurjónsson

HANDRIT: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason

Víkingur Kristjánsson - ReykjavíkurnæturLátlaus og fallegur leikur, sem fangar athygli áhorfandans og persónan verður skemmtilega ólík liðinu í kringum hann.

FRAMLEIÐANDI: Sögn ehf

STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Agnar Jón Egilsson

Þorsteinn Bachmann - Strákarnir okkarÞorsteinn dregur upp sannfærandi mynd af alþýðuhetju og menningarfrömuði á landsbyggðinni. Við þekkjum svona gæja.

FRAMLEIÐANDI: Júlíus Kemp, Ingvar Þórðarson

STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Róbert Douglas

HANDRIT: Róbert Douglas & Jón Atli Jónasson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×