Lífið

Simpsons komin til arabaheimsins

Nú er hægt að horfa á þættina um bandarísku Simpson-fjölskylduna í arabísku sjónvarpi. Þrátt fyrir að bandarísk utanríkisstefna njóti ekki beint mikilla vinsælda í arabaheiminum þá er talið að fjölskyldan ástsæla gæti slegið þar í gegn. Þættirnir þurfa þó að gangast undir þónokkra ritskoðun þar sem bjórdrykkja og beikonát er til að mynda ekki leyfilegt í íslamskri trú. Þess má geta að þættirnir munu kallast Al Shamshoons í arabíska sjónvarpinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.