Lífið

Óperan Tökin hert frumsýnd

Óperugestir, sem sjá óperuna Tökin hert, raula ekki endilega lögin fyrir munni sér eftir sýninguna - en hitt er víst, að uppsetning Íslensku óperunnar örvar ýmis fleiri skynfæri en heyrnina. Draugagangur og andlegt ofbeldi er snar þáttur í óperu Brittens, sem verður frumsýnd í kvöld, en ekki verða nema sex sýningar. Óperan byggist á spennusögu um munaðarlaus og vanrækt systkini sem afturgöngur reyna að ná á sitt vald. Tökin hert, eða The Turn of the Screw, er talin með bestu óperum 20. aldar. Hún er frumsýnd í kvöld, leikstjóri er Halldór E. Laxness, hljómsveitarstjóri Kurt Kopecky. Einsöngvarar eru auk undrabarnsins Ísaks Ríkharðssonar, Gunnar Guðbjörnsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.