Lífið

Goðsagnirnar endursagðar

Í dag kynntu 30 útgefendur frá jafn mörgum löndum, á bókamessunni í Frankfurt, eitt víðtækasta og metanaðarfyllsta útgáfuátak seinni ára þar sem margir af fremstu rithöfundum samtímans endursegja sígildar goðsagnir eftir eigin höfði. Goðsagnanna og var ákveðið að fyrstu tvær bækurnar komi út hér á landi á mánudag, á þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins. Annars vegar inngangsrit ritraðarinnar, Goðsagnir í aldanna rás, eftir Karen Armstrong, í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur og hins vegar Penelópukviða kanadísku skáldkonunnar Margaret Atwood í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Næst komandi miðvikudag kemur þriðja verkið í goðsagnaritröðinni út hér á landi. Það er skáldsagan Argóarflísin eftir Sjón. Hann mun taka við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandsaráðs þann sama dag. Á næstu árum er svo von á fleiri skáldsögum erlendra höfunda í þessari ritröð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.