Fleiri fréttir

Rýnt í texta Megasar

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, blaðamaður og bókmenntafræðingur, mun kenna námskeiðið Megas Fram og aftur blindgötuna hjá Endurmenntun HÍ og hefst það 26. janúar. Þess var farið á leit við Þórunni að kenna námskeiðið en hún hefur ætíð haft gríðarlegan áhuga á textum Megasar.

Vanda skal tekjuáætlunina

"Þegar sótt er um námslán verður að vanda tekjuáætlunina eins og hægt er. Helsta ástæða þess að mismunur er á milli lánsins sem greitt er út og áætlunarinnar í upphafi skólaannar er sá að tekjur eru vanáætlaðar og því er lánið skert.

Fimm tilnefningar til Ferdinand

Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand, sem vann Mercury-verðlaunin á dögunum, hefur verið tilnefnd til fimm Brit-tónlistarverðlauna.

Viðbjóðurinn á toppnum

Það var heilmikil gróska í myndasögum á nýliðnu ári. Það var einna mest að gerast í japönskum teiknimyndasögum, sem kenndar eru við manga, en vinsældir þeirra fara stöðugt vaxandi á Íslandi. Hugleikur Dagsson myndlistarmaður hefur tekið saman lista yfir fimm bestu myndasögur ársins 2004. Hann setur Filth eftir Grant Morrison í fyrsta sæti.

Ný plata frá Garbage

Hljómsveitin Garbage hefur sett útgáfudag nýrrar plötu sinnar á 11. apríl næstkomandi. Platan heitir Bleed Like Me og eru liðin fjögur ár frá því að síðasta plata hljómsveitarinnar kom út.   

Farandleikari á ferð og flugi

Pétur Eggerz Möguleikhússtjóri segist ekki gera neinar stórkostlegar ráðstafanir til heilsuræktar. "Það er helst að ég reyni að fara í sund á hverjum morgni. Ég fer ýmist í Breiðholtslaugina, sem er rétt hjá heimili mínu, eða Sundhöllina, sem er rétt hjá vinnunni. 

Virkjar nýjar stöðvar í heilanum

"Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess.

Gildi lífsins rædd í afslöppuðu an

"Námskeiðin eru fyrir almenning og fjalla um ýmis grundvallaratriði í kristindómnum. Þar er áhersla lögð á afslappað og þægilegt andrúmsloft og eðlilegt málfar en guðfræðileg hugtök eru lögð til hliðar," segir Ragnar Snær Karlsson hjá KFUM og K 

Ellen eftirsótt

Ástin getur reynst dýrkeypt, að minnsta kosti hjá leik- og sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres en hún og nýja kærasta hennar, Portia De Rossi, eiga yfir höfði sér málaferli vegna reiði og afbrýðisemi fyrrverandi kærustu Ellenar.

Hrafninn í sjóræningjaútgáfu

Kvikmyndin Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson gengur nú frítt manna á milli á vefsvæðinu PirateBay.org. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast svokallaðar sjóræningjaútgáfur, eða ólöglegar útgáfur, af hinum ýmsu kvikmyndum, þar á meðal Korpen flyger eða Hrafninn flýgur.

Svefnleysi skerðir lífsgæði

Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. 

Þetta er Grímur Gíslason á Blönduósi

Allir landsmenn kannast við fréttaritara Ríkisútvarpsins á Blönduósi. En það eru ekki allir sem vita að hann er kominn á tíræðisaldur. Reyndar er hann 93 ára í dag.

Hlutlaus gleraugu djössuð upp

Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna.

Fjórða hamingjusamasta þjóðin

Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða.

Aniston vildi ekki barn

Þrjár líklegar ástæður hafa verið gefnar fyrir sambandsslitum Hollywood-hjónanna Brad Pitt og Jennifer Aniston. Höfðu þau verið gift í fjögur og hálft ár þegar fjölmiðlafulltrúi Pitt tilkynnti á föstudag að hjónabandið væri á enda.

Enginn millivegur

Rokksveitin Foo Fighters er hæstánægð með nýju tvöföldu plötuna sína. Önnur hliðin er stútfull af rokkslögurum en hin hefur að geyma róleg órafmögnuð lög.

Fæ ekki lengur að leika prinsa

Séra Hannes Örn Blandon, prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi er afmælisbarn dagsins. Hannes er 56 ára í dag. Hann segist hafa verið linur við skáldsögurnar þessi jól, enda jólin annasamur tími hjá kirkjunnar þjónum.

Á kafi í ísnum en aldrei kalt

Hjónin Einar Steindórsson og Þóra Egilsdóttir stunda fisksölu á Freyjugötu 1 í Reykjavík. Þar hafa þau staðið vaktina í þrettán og hálft ár og eru þekkt fyrir þægilega og persónulega þjónustu. "Þetta er dálítið eins og í þorpi," segir Þóra brosandi.

Hóf skrautfiskeldi í geymslunni

"Sem pjakkur hafði ég mikinn áhuga á þessu en svo dó það bara með barnæskunni. Áhuginn kviknaði aftur á fullorðinsárum og þá fór ég með delluna lengra og endaði bara þarna. Ekki alveg það sem ég ætlaði að gera," segir Ægir Ólafsson sem er annar eigandi Dropa í hafi.

Stafkirkjan við Strandgötu

Í húsinu eru reknir tveir veitingastaðir, Fjörugarðurinn þar sem hinar frægu víkingaveislur eru haldnar og svo Fjaran sem er rólegur og hefðbundnari veitingastaður. Álman sem hýsir Fjöruna var byggð árið 1841 og er því næstelsta húsið í Hafnarfirði.

Deilt um hvert sé rétta mataræðið

Viltu lifa lengi? Reykta kjötið um jólin hefur líklega ekki lengt lífið en vín og dökkt súkkulaði gætu hafa vegið á móti. Þeir sem gæddu sér líka á ávöxtum og grænmeti eru vel staddir því rétta matarætið gæti dregið úr tíðni hjartasjúkdóma um allt að þrjá fjórðu.

Margmenni á skíðasvæðum um helgina

Landsmenn flykktust á skíðasvæðin um helgina þar sem fínasta veður var og gott færi. Á laugardaginn voru það Bláfjöll sem drógu fjöldann til sín því lokað var í Skálafelli vegna hvassviðris. Á sunnudeginum snerist dæmið við þar sem mikill vindur var í Bláfjöllum og stólalyftur lokaðar fyrripart dagsins. 

Fuglar landsins taldir í dag

Hin árlega talning á fuglum landsins fór fram um allt land í dag. Vel á annað hundrað manns tók þátt í fuglatalningunni um land allt en þetta er í fimmtugasta og þriðja sinnn sem hún fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar.

Skínandi skíðatímabil framundan

Útlit er fyrir að gott skíðatímabil sé í uppsiglingu. Snjór er með mesta móti á skíðasvæðunum og sala á skíðum og snjóbrettum hefur verið með ágætum, enda ekki vanþörf á eftir mörg mögur ár. </font /></b />

Heilmikið húllumhæ hjá Tedda

Magnús Theodór Magnússon sem flestir þekkja sem Tedda er sjötugur í dag. Tímamótin hringdu í Tedda og spurðu hvort þetta væri virkilega satt. "Já, ég get ekki þrætt fyrir þetta. En ég er við góða heilsu. Í góðu líkamlegu formi, æfi tvisvar í viku. Þetta er bara svona þegar maður er laus við óregluna."

Til hamingju með daginn Elvis

Konungur rokksins hefði orðið sjötugur í dag væri hann enn á lífi. Borghildur Gunnarsdóttir rakti sögu þessa frábæra tónlistarmanns og ræddi við Björgvin Halldórsson um goðið. </font /></b />

Hrapandi plötusala Kristjáns

Fyrsta plata óperusöngvarans Kristján Jóhannssonar í sex ár, Portami Via, seldist í aðeins 2.300 eintökum hjá útgefanda fyrir þessi jól. Síðasta plata Kristjáns hér á landi, Helg eru jól, seldist í um 8.000 eintökum fyrir jólin 1998. Lætin í kringum Kristján fyrir jólin eru talin hafa haft sitt að segja varðandi þessa dræmu sölu.

Draumurinn úti hjá Pitt og Aniston

Hollywood-stjörnurnar Brad Pitt og Jennifer Aniston ætla að skilja. Þau hafa verið gift í fjögur og hálft ár en um hríð hafa gengið sögur af brestum í hjónabandinu. Um áramótin greindu bandarískir fjölmiðlar frá því að Aniston gengi ekki lengur með giftingarhringinn sem jók enn á sögusagnirnar.

Hárið á Netinu

Netfyrirtækið Hive hefur ákveðið að bjóða landsmönnum að horfa á sérstaka aukasýningu á Hárinu, sem er til stuðnings fórnarlömbum hamfaranna í Asíu, á Netinu. Uppselt er á sýninguna, sem er í kvöld klukkan 20, og ákvað fyrirtækið því að bjóða áhugasömum upp á að horfa á hana á Netinu á heimasíðu sinni, hive.is.

Segir landann geggjaðan um áramót

Kiefer Sutherland segir Íslendinga lífsglaða og gestrisna en snarbrjálaða þegar flugeldar eru annars vegar. Leikarinn var gestur í þætti Davids Lettermans á Sýn gærkvöld.

Skáru trúlega úr mér skáldæðina

Á föstudagskvöldið frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur Híbyli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson. Leikritið er gert eftir vesturfarasögu Böðvars, "Híbýli vindanna". Böðvar á líka afmæli í dag. Hann er 66 ára.

Smá hamingja fyrir fólk

"Ég var með skötuveislu hérna í heila viku fyrir jólin og bauð upp á saltfisk, skötu og Steingrím," segir Kjartan Halldórsson í Sægreifanum í verbúð númer 8 við Geirsgötu rétt aftan við Hamborgarabúllu Tómasar.

Nú er hægt að gera góð kaup

Útsölurnar eru hafnar af fullum krafti og eflaust eru þeir margir sem hyggjast nýta sér þær enda hægt að gera þar góð kaup, til dæmis í vetrarfatnaði, nú þegar veturinn er rétt hálfnaður.

Glös og aðrar gersemar

Búsáhalda-, húsgagna- og gjafavöruverslunin Mirale á Grensásvegi 8 er ein þeirra sem efnt hefur til útsölu nú í janúar. Þar eru ítalskar og þýskar vörur með þekktum merkjum til sölu með 15-50% afslætti svo sem Alessi, Riedel og Cassina.

Vetrarútsala í Verðlistanum

Vetrarútsalan er hafin í Verðlistanum á Laugalæk. Þar er mikið úrval af vönduðum kvenfatnaði sem mestallur er ættaður frá Danmörku og Þýskalandi, drögtum, kjólum, síðbuxum, pilsum, blússum, vestum og kápum svo nokkuð sé nefnt. 50% afsláttur er af öllum kápum í Verðlistanum og 30% af öðrum vörum og þess má geta að þær eru allar nýjar.

Kókoskjúklingur með ananas

Þessi brakandi ferski, tælenskættaði, réttur er góður fyrir þá sem vilja losa salt og reyk jólafæðisins út úr kerfinu með vænu sparki. Tælensk matreiðsla er oft mjög einföld, það eina sem við þurfum að yfirstíga til þess að geta hrist rétti eins og þennan fram úr erminni er að verða okkur úti um nokkrar tegundir af kryddum

Muwango er ekta amatör

Félagi íslenskra radíóamatöra hefur ákveðið að gefa tveimur munaðarlausum drengjum frá Úganda, þeim Muwango og Peter, nýtt útvarp.

Gere hvetur fólk til að kjósa

Leikarinn góðkunni Richard Gere hefur verið fenginn til þess að lesa inn á auglýsingu þar sem Palestínumenn eru hvattir til þess að nýta kosningarétt sinn í forsetakosningum á sunnudaginn. Það er hópur friðelskandi manna í Palestínu sem stendur á bak við uppátækið og vonast til þess að hin blíða rödd Geres, sem biðlar til kjósenda á arabísku, verði til þess að auka þátttöku í kosningunum.

Snjóbrettatilþrif á Arnarhóli

Snjóbrettamótið RVK Stunt fest verður haldið í fyrsta sinn á Arnarhóli klukkan 20.00 í kvöld. Um jib-boðsmót er að ræða þar sem keppendur renna sér frjálst í klukkutíma og dæma síðan sjálfir hverjir stóðu sig best. Þeir þrír efstu fá auka hálftíma til að keppa um fyrstu þrjú sætin.

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir með DV</strong>. Þessa vikuna býður blaðið lesendum sínum á hefndarmyndina <strong>Oldboy</strong>, sem hefur farið sigurför um heiminn. Vann m.a. verðlaun dómnefndar á Cannes. Hún fjallar um mann sem er rænt og hent í heimatilbúið fangelsi í fimmtán ár. Einn daginn er honum sleppt og upphefst þá klikkaður eltingaleikur við óvininn.

Hafdís Huld orðin pródúser

<strong>Fókus</strong> fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Þar er m.a. að finna áramotamyndir og -sögur nokkurra partýljóna, brasilíska barþjóninn <strong>George Leite</strong>, sem er einn af framgöngumönnum sundknattleiks hér á landi, farið ítarlega í fyrirbærið <strong>mp3-blogg</strong> og <strong>gefnir miðar</strong> á kvikmyndina <strong>Oldboy</strong>. Einnig er viðtal við <strong>Hafdísi Huld</strong>, sem er að gefa út plötu og orðin pródúser.

Brasilískur barþjónn í boltaleik

Forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, prýðir brasilíski barþjónninn <strong>George Leite</strong> sem, ásamt félögum sínum og þjálfara, ætlar að koma sundknattleik aftur á legg á Íslandi. Íslendingar iðkuðu íþróttina eitt sinn, tóku m.a.s. þátt á ÓL í Berlín 1936. George vonar að fólk flykkist í laugarnar til að kasta boltanum og rífa sundskýlurnar af mótherjunum.

Útgáfutónleikar Ske

Hljómsveitin Ske er í afskaplega góðu skapi þessa dagana. Í kvöld býður hún landsmönnum ókeypis á tónleika í Grand Rokk þar sem leikin verða lög af plötunni Feelings Are Great, sem kom út núna fyrir jólin.

Há dú jú læk Æsland?

Heimildarmyndin "How do you like Iceland?" verður frumsýnd sunnudaginn 16. janúar í Sjónvarpinu. Eins og titillinn gefur til kynna er þarna á ferðinni mynd sem tekur á skoðunum útlendinga á Íslandi og íbúum þess.

Tveir hlutu hvatningarverðlaun

Tveir hlutu Hvatningarverðlaun fyrir rannsóknir á sviðum heilbrigðis- og lífeðlisfræða sem afhent voru í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, á miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir