Muwango er ekta amatör 7. janúar 2005 00:01 Félagi íslenskra radíóamatöra hefur ákveðið að gefa tveimur munaðarlausum drengjum frá Úganda, þeim Muwango og Peter, nýtt útvarp. Tilefnið er grein sem birtist 16. október í Fréttablaðinu um hátt hlutfall almænissmitaðra í Úganda. Fyrir vikið er fjöldinn allur af börnum munaðarlaus, þar á meðal þeir Muwango og Peter. Í greininni kom fram að Muwango hafði útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og gat þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hingað til hefur hann notast við gamalt og lúið útvarpstæki sem er tengt frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Haraldur S. Ólafsson, formaður Félags íslenskra radíóamatöra, segir að Muwango sé ekta amatör. "Þetta er akkúrat það sem þetta snýst um, að prófa sig áfram og finna út að eitt er betra en annað. Við hrifumst að þessari grein og ákváðum að gefa honum nýtt útvarp og rafhlöður," segir Haraldur. Félagið hefur þegar afhent Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, pening sem hann mun síðan nota til að kaupa stuttbylgjuútvarp í Úganda, því þau eru mikið notuð í Afríku. Félag íslenskra radíóamatöra, Í.R.A., var stofnað árið 1946 og verður því 60 ára á næsta ári. Meðlimir eru um 120 talsins og til að fá inngöngu þarf að taka próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun sem eru haldin tvisvar á ári. Félagið er til húsa í gamla Skeljungshúsinu í Skerjafirði. "Sumir eru í loftinu, þ.e. í samböndum um allan heim. Aðrir spjalla um tæknimál og bara um daginn og veginn líka," segir Haraldur um starfsemina og vill minna á heimasíðuna ira.is. Tengist hún ekkert hryðjuverkasamtökunum alræmdu eins og einhverjir kynnu að halda. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Félagi íslenskra radíóamatöra hefur ákveðið að gefa tveimur munaðarlausum drengjum frá Úganda, þeim Muwango og Peter, nýtt útvarp. Tilefnið er grein sem birtist 16. október í Fréttablaðinu um hátt hlutfall almænissmitaðra í Úganda. Fyrir vikið er fjöldinn allur af börnum munaðarlaus, þar á meðal þeir Muwango og Peter. Í greininni kom fram að Muwango hafði útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og gat þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hingað til hefur hann notast við gamalt og lúið útvarpstæki sem er tengt frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Haraldur S. Ólafsson, formaður Félags íslenskra radíóamatöra, segir að Muwango sé ekta amatör. "Þetta er akkúrat það sem þetta snýst um, að prófa sig áfram og finna út að eitt er betra en annað. Við hrifumst að þessari grein og ákváðum að gefa honum nýtt útvarp og rafhlöður," segir Haraldur. Félagið hefur þegar afhent Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, pening sem hann mun síðan nota til að kaupa stuttbylgjuútvarp í Úganda, því þau eru mikið notuð í Afríku. Félag íslenskra radíóamatöra, Í.R.A., var stofnað árið 1946 og verður því 60 ára á næsta ári. Meðlimir eru um 120 talsins og til að fá inngöngu þarf að taka próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun sem eru haldin tvisvar á ári. Félagið er til húsa í gamla Skeljungshúsinu í Skerjafirði. "Sumir eru í loftinu, þ.e. í samböndum um allan heim. Aðrir spjalla um tæknimál og bara um daginn og veginn líka," segir Haraldur um starfsemina og vill minna á heimasíðuna ira.is. Tengist hún ekkert hryðjuverkasamtökunum alræmdu eins og einhverjir kynnu að halda.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira