Lífið

Hárið á Netinu

Netfyrirtækið Hive hefur ákveðið að bjóða landsmönnum að horfa á sérstaka aukasýningu á Hárinu, sem er til stuðnings fórnarlömbum hamfaranna í Asíu, á Netinu. Uppselt er á sýninguna, sem er í kvöld klukkan 20, og ákvað fyrirtækið því að bjóða áhugasömum upp á að horfa á hana á Netinu á heimasíðu sinni, hive.is. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem leiksýning sem þessi er sýnd í beinni útsendingu á Netinu. Þar sem áhorfendur geta horft á sýninguna án endurgjalds bendir Hive fólki á söfnunarsíma Rauða krossins, 907-2020.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.