Lífið

Heilmikið húllumhæ hjá Tedda

Magnús Theodór Magnússon sem flestir þekkja sem Tedda er sjötugur í dag. Tímamótin hringdu í Tedda og spurðu hvort þetta væri virkilega satt. "Já, ég get ekki þrætt fyrir þetta. En ég er við góða heilsu. Í góðu líkamlegu formi, æfi tvisvar í viku. Þetta er bara svona þegar maður er laus við óregluna. Ég hef verið reglumaður í 17 ár. Þá er manni ekkert að vanbúnaði. Grundvallaratriðið er að vera ekki hræddur. Mér finnst allt of mikið um það að fólk sé hrætt við einhverja pótintáta. Það þýðir ekkert." Hvernig gengur í listinni Teddi? "Það hefur gengið vel, ja þangað til á síðasta ári. Þetta var ósköp rólegt hjá mér á sýningunni í Perlunni. En svo seldi ég dálítið núna í desember. Það bjargaði jólunum. Og svo get ég líka farið til Kanarí. Ég nefnilega get ekki farið á skíði í vetur." Af hverju ekki? "Ég var svo óheppinn að detta og brjóta nokkur rif. Ég var að þvo bílinn og hrasaði. Svo ég kemst ekki á skíði þetta árið. Þetta hefur komið fyrir mig einu sinni áður og þetta tekur dálítinn tíma. Fjandi sárt áður en það grær." En hvernig fagnar þú afmælinu? "Þetta verður heilmikið húllumhæ. Ég býð fólki að koma til mín á Sjanghæ, Laugavegi 28 milli klukkan 3 og 6.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.