Lífið

Fimm tilnefningar til Ferdinand

Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand, sem vann Mercury-verðlaunin á dögunum, hefur verið tilnefnd til fimm Brit-tónlistarverðlauna. Meðal annars er hún tilnefnd sem besta sveitin ásamt Kasabian, Keane, Muse og Snow Patrol. Einnig er hún tilnefnd fyrir bestu plötuna ásamt Keane, The Streets, Muse og Snow Patrol. Þetta verður í 25. sinn sem Brit-verðlaunin eru afhent. Athöfnin fer fram í London þann níunda febrúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.