Menning

Fuglar landsins taldir í dag

Hin árlega talning á fuglum landsins fór fram um allt land í dag. Vel á annað hundrað manns tók þátt í fuglatalningunni um land allt en þetta er í fimmtugasta og þriðja sinnn sem hún fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar. Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson voru að telja við fjöruna í Hafnarfirði í dag og voru ánægðir með daginn. Jóhann sagði að vel hefði gengið, veður væri gott og bjart og ekki yrði á betra kosið. Þeir félagar segjast hjálpast að í talningunni á hverju ári. Þeir telji fyrst á svæði Einars í Ölfusi og svo á svæði Jóhanns í Hafnarfirði. Þetta hafi þeir gert undanfarin fimmtán ár eða svo.  Jóhann segir talningardaginn skipa stóran sess í lífi fuglaáhugamanna. Þetta sé mikil og góð hefð sem þjappi mönnum saman í kringum áhugamálið. Aðspurður segist hann alltaf hafa gaman af talningunni. Hann hafi byrjað að telja 15 ára og þetta sé alltaf jafnskemmtilegt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×