Lífið

Ný plata frá Garbage

Hljómsveitin Garbage hefur sett útgáfudag nýrrar plötu sinnar á 11. apríl næstkomandi. Platan heitir Bleed Like Me og eru liðin fjögur ár frá því að síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Söngkonan Shirley Manson sagði á heimasíðu sveitarinnar: "Þessi nýja plata kemur út tíu árum eftir útgáfu fyrstu plötunnar okkar. Tíu helvítis ár! Þetta er alveg ótrúlegt vegna þess að mér finnst það ennþá vera nýtt fyrir mér að vera söngkona í rokkhljómsveit." Manson bætti því við að hljómsveitin væri gríðarlega fegin og spennt og liti á það sem stórt afrek að hafa klárað plötuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.