Lífið

Tveir hlutu hvatningarverðlaun

Tveir hlutu Hvatningarverðlaun fyrir rannsóknir á sviðum heilbrigðis- og lífeðlisfræða sem afhent voru í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, á miðvikudag. Sigrún Lange líffræðingur hlaut Hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar, prófessors emeritus. Verðlaunin eru ætluð efnilegum vísindamönnum á sviði líf- og læknisfræði. Sigrún er 27 ára gömul og hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir á ónæmiskerfi fiska sem hafa bæði fræðilega og hagnýta þýðingu. Bergljót Magnadóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Sigrúnar sem var stödd erlendis. Þá hlaut Sædís Sævarsdóttir læknir Hvatningarverðlaun menntamálaráðuneytisins til ungra vísindamanna. Sædís, sem er 29 ára, hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir á ónæmisfræðum. Verðlaunin voru veitt í tengslum við ráðstefnu um rannsóknir í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Sigrún og Sædís fengu hvor um sig 250 þúsund krónur í verðlaun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.