Lífið

Hafdís Huld orðin pródúser

Eins og alltaf fylgir Fókus með DV á föstudögum. Í blaðinu í dag mæta nokkur partýljón með myndir og sögur frá áramótunum, en Fókus lét þau fá einnota myndavélar til að skrásetja ruglið, þar er viðtal við brasilíska barþjóninn George Leite, sem er einn af framgöngumönnum sundknattleiks hér á landi, farið ítarlega í fyrirbærið mp3-blogg og gefnir miðar á kvikmyndina Oldboy. Einnig er viðtal við Hafdísi Huld, sem er að gefa út plötu og orðin pródúser. Þá er djammkortið á sínum stað og margt, margt fleira ... Huldumey sem flýgur hátt Hafdísi Huld Þrastardóttur muna flestir eftir. Vera hennar og brottför úr Gus-Gus voru mjög áberandi á sínum tíma. Svo lék hún líka stór hlutverk í Íslenska draumnum og Villiljósi. En það hefur ekki mikið borið á henni undanfarið. Fókus náði tali af Hafdísi þegar hún var stödd hér á landi í jólafríi, eins og svo margir flognir Íslendingar. Það er ekki skrítið að maður hafi ekki heyrt mikið af Hafdísi. Hún hefur búið í London í fjögur og hálft ár ásamt kærastanum sínum, Henry Þór Reynissyni, sem er kökugerðarmaður hjá Harrods. "Það er bara allt gott að frétta af mér," segir Hafdís þegar Fókus náði henni, rétt áður en hún flýgur aftur til London. Í bresku sjónvarpi "Síðustu tvö og hálft ár hef ég verið að syngja í hljómsveitinni FC Kahuna. Með mér í bandinu eru strákar sem kalla sig John og Dan Kahuna og við erum að semja danstónlist sem er nokkurs konar rafræn tölvutónlist. Við kláruðum tónleikatúr í byrjun 2004 og við höfum fengið mjög góðar móttökur. Við höfum komið fram í breskum sjónvarpsþáttum og það er nóg að gera. Við erum að fara í stúdíó í byrjun janúar og erum að fara að taka upp nýja plötu hjá Skint records. Fyrst átti FC Kahuna bara að vera samstarf í stuttan tíma en það gekk bara svo vel að við sáum enga ástæðu til að hætta þessu." Var bara mjög heppin Hafdís er í tveggja ára háskólanámi í útsetningu og upptökustjórn í London Center of Contemporary Music. Það má teljast mikið afrek hjá stelpunni að komast inn þar sem einungis 15 manns komast þar inn á ári. "Ég fór bara í gegnum öll inntökuprófin, sem voru allskyns próf í tónfræði, hljómfræði og söng. Auk þess kom ég með upptökur af því sem ég hafði gert. Ég var bara mjög heppin,"segir Hafdís .... Afganginn af viðtalinu, auk djammkortsins, boðsmiða á Oldboy, partýmynda frá áramótunum og fjölda annars efnis má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.