Viðbjóðurinn á toppnum 13. október 2005 15:20 Það var heilmikil gróska í myndasögum á nýliðnu ári. Það var einna mest að gerast í japönskum teiknimyndasögum, sem kenndar eru við manga, en vinsældir þeirra fara stöðugt vaxandi á Íslandi. Hugleikur Dagsson myndlistarmaður hefur tekið saman lista yfir fimm bestu myndasögur ársins 2004. Hann setur Filth eftir Grant Morrison í fyrsta sæti. 1. The Filth. Höfundur: Grant Morrison. Teikningar: Chris Weston. Það er eflaust hægt að margtúlka Viðbjóðinn eða The Filth eftir Grant Morrison. Hálfsköllóttur klámsjúklingur vaknar einn daginn og uppgötvar að hann er ekki til í alvörunni. Hann er einfaldlega framleiddur ofurnjósnari með falskan persónuleika, og starfar fyrir leynilega stofnun sem kallast "Höndin" (The Hand). Höndin er deildarskipt almætti sem sér til þess að mannkynið og tilheyrandi siðmenning villist ekki út af fyrir fram áætlaðri braut. Þetta er sem sagt nokkurs konar heimslögregla, eða kannski frekar heims-sorphirða. Þrautþjálfaður her ræstitækna sem sérhæfa sig í að fjarlægja óæskilega hluti úr tilveru okkar. Í rauninni er þetta heljarinnar þjóðfélagsádeila um offlæði kláms, ofbeldis og dauða í fjölmiðlum jafnt og í áþreifanlegu umhverfi. Manni finnst nánast allt sem Grant Morrison skrifar vera mikilvægar bókmenntir. Hann á blessunarlega erfitt með að valda manni vonbrigðum. 2. Bone: One volume edition. Höfundur og teiknari: Jeff Smith. Það er alltaf gaman þegar myndasögur eru gefnar út í doðröntum. Bone eftir Smith er saga sem hefur verið í gangi í meira en áratug og ætti að höfða til allra sem fíla Múmínálfana og Hringadróttins sögu. Sagan segir frá þremur útlægum frændum sem setjast að í ævintýradal og eignast þar nýja vini og óvini. Það kemur í ljós að baráttan milli góðs og ills hefur geisað frá upphafi í dalnum og frændurnir neyðast til að taka þátt. Þó svo að sagan sé meira og minna á léttu nótunum inniheldur hún bæði spennu og drama í miklu magni. Allar persónurnar falla ljúft í kramið hjá lesandanum og gera það að verkum að nánast ómögulegt er að leggja frá sér bókina fyrr en henni er lokið. Svo er þetta líka 1.300 síðna flikki og ef svo löng bók er ekki leiðinleg þá hlýtur hún að vera frábær. 3. Hellblazer: Highwater. Höfundur: Brian Azzarello. Teikningar: Marcelo Frusin og fleiri. John Constantine er á góðri leið með að verða ein virtasta og langlífasta andhetja nútímans. Það styttist óðum í Hollywood-kvikmynd um hann þar sem Keanu Reeves mun leika hann. Mörgum þykir þetta miður enda Keanu ekki jafn breskur, ljóshærður eða sjarmerandi og karakterinn. En við skulum bíða og vona að þetta verði ekki algert klúður. Í þessu feitasta bindi Constantine-bálksins til þessa lýkur göldrótti bölsýnismaðurinn ferð sinni um Bandaríkin. Enn á ný kynnist hann myrkustu bakgörðum veldisins í nærmynd. Að þessu sinni lendir hann í nýnasistum, kynlífsklúbbum og alríkislögreglunni. Azzarello sýnir að hann er djarfasti Hellblazer-ritarinn með hrottafengnum og nánum lýsingum á því sem mannkynið tekur stundum upp á. 4. Mister O. Höfundur og teiknari: Lewis Trondheim. Franski húmoristinn Lewis Trondheim samdi þetta gullfallega meistaraverk. Aðalpersónan er lítil hnöttótt vera sem heitir Mister O. Á hverri síðu reynir hann að komast yfir stærðarinnar gljúfur. Og á hverri síðu hrapar hann niður gljúfrið og deyr. Bók þessi er gott dæmi um alþjóðlegt tungumál myndasögunnar því hér er á ferðinni orðlaus snilld sem höfðar til allra með kímnigáfu. 5. Flowers & Bees. Höfundur og teiknari: Moyoko Armo Stórskemmtileg ný manga-sápa eftir um menntskæling með gífurlega viðkvæma sjálfsmynd. Ósk hans sú heitasta er að ganga í augun á stúlkum, og þá sérstaklega fallegum stúlkum. Líf hans og ímynd taka U-beygju þegar hann rambar fram á snyrtistofu fyrir karlmenn. Þar lærir hann að plokka augabrúnir sínar, fara í andlitsbað og næra á sér hárið. Fyrir vikið fær hann töluverða athygli frá hinu kyninu sem og kynbræðrum sínum. Hann fattar sem sagt að besta leiðin að kvenhylli er að gerast metrósexúal. Engu að síður dvínar minnimáttarkennd hans lítið sem ekkert og sagan verður bara skemmtilegri og skemmtilegri. Fersk viðbót í hina gífurlegu flóru manga-iðnaðarins. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Það var heilmikil gróska í myndasögum á nýliðnu ári. Það var einna mest að gerast í japönskum teiknimyndasögum, sem kenndar eru við manga, en vinsældir þeirra fara stöðugt vaxandi á Íslandi. Hugleikur Dagsson myndlistarmaður hefur tekið saman lista yfir fimm bestu myndasögur ársins 2004. Hann setur Filth eftir Grant Morrison í fyrsta sæti. 1. The Filth. Höfundur: Grant Morrison. Teikningar: Chris Weston. Það er eflaust hægt að margtúlka Viðbjóðinn eða The Filth eftir Grant Morrison. Hálfsköllóttur klámsjúklingur vaknar einn daginn og uppgötvar að hann er ekki til í alvörunni. Hann er einfaldlega framleiddur ofurnjósnari með falskan persónuleika, og starfar fyrir leynilega stofnun sem kallast "Höndin" (The Hand). Höndin er deildarskipt almætti sem sér til þess að mannkynið og tilheyrandi siðmenning villist ekki út af fyrir fram áætlaðri braut. Þetta er sem sagt nokkurs konar heimslögregla, eða kannski frekar heims-sorphirða. Þrautþjálfaður her ræstitækna sem sérhæfa sig í að fjarlægja óæskilega hluti úr tilveru okkar. Í rauninni er þetta heljarinnar þjóðfélagsádeila um offlæði kláms, ofbeldis og dauða í fjölmiðlum jafnt og í áþreifanlegu umhverfi. Manni finnst nánast allt sem Grant Morrison skrifar vera mikilvægar bókmenntir. Hann á blessunarlega erfitt með að valda manni vonbrigðum. 2. Bone: One volume edition. Höfundur og teiknari: Jeff Smith. Það er alltaf gaman þegar myndasögur eru gefnar út í doðröntum. Bone eftir Smith er saga sem hefur verið í gangi í meira en áratug og ætti að höfða til allra sem fíla Múmínálfana og Hringadróttins sögu. Sagan segir frá þremur útlægum frændum sem setjast að í ævintýradal og eignast þar nýja vini og óvini. Það kemur í ljós að baráttan milli góðs og ills hefur geisað frá upphafi í dalnum og frændurnir neyðast til að taka þátt. Þó svo að sagan sé meira og minna á léttu nótunum inniheldur hún bæði spennu og drama í miklu magni. Allar persónurnar falla ljúft í kramið hjá lesandanum og gera það að verkum að nánast ómögulegt er að leggja frá sér bókina fyrr en henni er lokið. Svo er þetta líka 1.300 síðna flikki og ef svo löng bók er ekki leiðinleg þá hlýtur hún að vera frábær. 3. Hellblazer: Highwater. Höfundur: Brian Azzarello. Teikningar: Marcelo Frusin og fleiri. John Constantine er á góðri leið með að verða ein virtasta og langlífasta andhetja nútímans. Það styttist óðum í Hollywood-kvikmynd um hann þar sem Keanu Reeves mun leika hann. Mörgum þykir þetta miður enda Keanu ekki jafn breskur, ljóshærður eða sjarmerandi og karakterinn. En við skulum bíða og vona að þetta verði ekki algert klúður. Í þessu feitasta bindi Constantine-bálksins til þessa lýkur göldrótti bölsýnismaðurinn ferð sinni um Bandaríkin. Enn á ný kynnist hann myrkustu bakgörðum veldisins í nærmynd. Að þessu sinni lendir hann í nýnasistum, kynlífsklúbbum og alríkislögreglunni. Azzarello sýnir að hann er djarfasti Hellblazer-ritarinn með hrottafengnum og nánum lýsingum á því sem mannkynið tekur stundum upp á. 4. Mister O. Höfundur og teiknari: Lewis Trondheim. Franski húmoristinn Lewis Trondheim samdi þetta gullfallega meistaraverk. Aðalpersónan er lítil hnöttótt vera sem heitir Mister O. Á hverri síðu reynir hann að komast yfir stærðarinnar gljúfur. Og á hverri síðu hrapar hann niður gljúfrið og deyr. Bók þessi er gott dæmi um alþjóðlegt tungumál myndasögunnar því hér er á ferðinni orðlaus snilld sem höfðar til allra með kímnigáfu. 5. Flowers & Bees. Höfundur og teiknari: Moyoko Armo Stórskemmtileg ný manga-sápa eftir um menntskæling með gífurlega viðkvæma sjálfsmynd. Ósk hans sú heitasta er að ganga í augun á stúlkum, og þá sérstaklega fallegum stúlkum. Líf hans og ímynd taka U-beygju þegar hann rambar fram á snyrtistofu fyrir karlmenn. Þar lærir hann að plokka augabrúnir sínar, fara í andlitsbað og næra á sér hárið. Fyrir vikið fær hann töluverða athygli frá hinu kyninu sem og kynbræðrum sínum. Hann fattar sem sagt að besta leiðin að kvenhylli er að gerast metrósexúal. Engu að síður dvínar minnimáttarkennd hans lítið sem ekkert og sagan verður bara skemmtilegri og skemmtilegri. Fersk viðbót í hina gífurlegu flóru manga-iðnaðarins.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira