Lífið

Margmenni á skíðasvæðum um helgina

Landsmenn flykktust á skíðasvæðin um helgina þar sem fínasta veður var og gott færi. Á laugardaginn voru það Bláfjöll sem drógu fjöldann til sín því lokað var í Skálafelli vegna hvassviðris. Á sunnudeginum snerist dæmið við þar sem mikill vindur var í Bláfjöllum og stólalyftur lokaðar fyrripart dagsins. Fjöldinn fór því í Skálafell á sunnudaginn þar sem sól og blíða réðu ríkjum. "Það var næstum því kaos í Skálafelli á sunnudaginn, slíkur var mannfjöldinn," sagði Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. "Svæðið annaði ekki fjöldanum og á sunnudagsmorguninn komst fólk hvorki lönd né strönd vegna bílafjölda. Það voru raðir í miðasölu, leigur og lyftur og starfsmenn reyndu eins og þeir gátu að anna fjöldanum. Það er nú samt alltaf ánægjulegt þegar svona mikið er að gera og það sem skiptir mestu máli er að dagurinn gangi slysalaust fyrir sig." Logi þorði ekki að slumpa á fjöldann en sagði þó að ekki kæmi sér á óvart að um þrjú þúsund manns hefðu heimsótt Skálafell á sunnudaginn. Sunnudagurinn bauð Akureyringum einnig upp á heimsókn á skíðasvæðin þar sem sólríkt og fallegt veður var í Hlíðarfjalli. -bg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.