Lífið

Snjóbrettatilþrif á Arnarhóli

Snjóbrettamótið RVK Stunt fest verður haldið í fyrsta sinn á Arnarhóli klukkan 20.00 í kvöld. Um jib-boðsmót er að ræða þar sem keppendur renna sér frjálst í klukkutíma og dæma síðan sjálfir hverjir stóðu sig best. Þeir þrír efstu fá auka hálftíma til að keppa um fyrstu þrjú sætin. Eftir mótið verða tónleikar haldnir á Gauki á stöng þar sem rokksveitirnar Klink, Brain Police, Drep og Dogdaze troða upp. Þar verður jafnframt verðlaunaafhending. Auk þriggja efstu sætanna verða bestu tilþrifin verðlaunuð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.