Lífið

Draumurinn úti hjá Pitt og Aniston

Hollywood-stjörnurnar Brad Pitt og Jennifer Aniston ætla að skilja. Þau hafa verið gift í fjögur og hálft ár en um hríð hafa gengið sögur af brestum í hjónabandinu. Um áramótin greindu bandarískir fjölmiðlar frá því að Aniston gengi ekki lengur með giftingarhringinn sem jók enn á sögusagnirnar. Í yfirlýsingu segjast stjörnurnar skilja í mesta bróðerni og ætla sér að vera vinir áfram. Í fréttaskeytum er því haldið fram að Pitt, sem er ríflega fertugur, vilji ólmur fjölga mannkyninu en Aniston, sem er þrjátíu og fimm ára, sé ekki spennt fyrir því.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.