Skínandi skíðatímabil framundan 8. janúar 2005 00:01 Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur." Innlent Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur."
Innlent Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira