Lífið

Enginn millivegur

Rokksveitin Foo Fighters er hæstánægð með nýju tvöföldu plötuna sína. Önnur hliðin er stútfull af rokkslögurum en hin hefur að geyma róleg órafmögnuð lög. "Hún er ótrúleg. Það skemmtilega við gerð hennar er að það er enginn millivegur. Rokklögin eru til dæmis þau hörðustu sem við höfum nokkurn tímann samið," sagði Dave Grohl, forsprakki sveitarinnar. Bætir hann því við að rólegu lögin séu á hinn bóginn þau fallegustu sem Foo Fighters hafi gert. Platan, sem kemur út í sumar, hefur enn ekki fengið nafn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.