Fleiri fréttir

„Eins og tengda­móðir mín segir: Sportið er grimmt“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflavík kláraði Tindastól í háspennuleik

Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80

„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“

Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 98-92 | Haukar höfðu betur í einvígi nýliðanna

Það var himinn og haf milli fyrri og seinni hálfleiks Hauka. Höttur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru fór ofan í og voru gestirnir níu stigum yfir í hálfleik.Haukar keyrðu yfir Hött í þriðja leikhluta. Gestirnir komu til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og Haukar fögnuðu sex stiga sigri 98-92. 

Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“

Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni

Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás.

Jóhann Þór: Yrði risastórt fyrir okkur sem félag að fá hann heim

„Góður sigur, ég er mjög sáttur með þessi tvö stig. Þetta spilaðist ekkert eitthvað æðislega en tvö góð stig og við tökum það,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur gegn KR í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Hnefahögg á æfingu NBA-meistaranna

Draymond Green, leiðtogi Golden State Warriors liðsins í NBA deildinni í körfubolta virðist enn á ný hafa gengið of langt í því að reka liðsfélaga sína áfram.

Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei

„Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld.

Keflvíkingar taplausar og einar á toppnum eftir sigur á Haukum

Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66.

Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál

Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál.

Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni

Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn.

Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir