Fleiri fréttir

Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif?

Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag.

Keflavík spáð sigri en Hetti og ÍR falli

Keflavík endar í efsta sæti Subway-deildar karla í körfubolta en Höttur og ÍR falla niður í 1. deild, samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í efstu deild.

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík - Grinda­vík 77-61 | Meistararnir komnir á blað

Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur.

Harden segist hafa lést um 45 kg í sumar

James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, æfði greinilega vel í sumar því hann greindi frá því á blaðamannafundi að hann hefði lést verulega mikið frá síðasta tímabili.

Grindavík fær fjölhæfan Slóvena

Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar.

Sakaður um að láta ó­æski­leg um­mæli falla um samstarfskonu

Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. 

Bikarmeistararnir mega vel við una

Ríkjandi bikarmeistarar karla og kvenna í körfubolta geta ekki kvartað mikið yfir drættinum í 32- og 16-liða úrslit í dag.

„Hjartað á alltaf heima í Keflavík“

Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld eftir endurkomuna frá Bandaríkjunum. Birna lék í sigri gegn nágrönnunum í Njarðvík, lið sem hún var nálægt því semja við áður hún skrifaði undir hjá Keflavík.

„Gott að vera komin heim og gaman að vera farin að spila körfubolta aftur“

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti skínandi leik fyrir Valskonur í kvöld, en þetta var hennar fyrsti leikur á Íslandi síðan 2018. Elín hefur síðustu fjögur ár ár spilað í háskólaboltanum vestanhafs með liði Tulsa. Þá meiddist hún einnig illa í janúar svo að þetta var fyrsti leikurinn hennar í langan tíma.

Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku

Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum.

Heimsmeistararnir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn

Spánverjar eru nú bæði heims- og Evrópumeistarar í körfubolta eftir átta stiga sigur gegn Frökkum í úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld, 88-76. Var þetta fjórði Evrópumeistaratitill Spánverja á seinustu þrettán árum.

Þjóðverjar tryggðu sér bronsið

Þjóðverjar unnu til bronsverðlauna á Evrópumótinu í körfubolta er liðið vann 13 stiga sigur gegn Pólverjum í dag, 82-69.

Sch­röder til Lakers á ný og West­brook gæti sest á bekkinn

Leikstjórnandinn Dennis Schröder hefur samið við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu á næstu leiktíð í NBA deildinni í körfubolta. Lakers staðfesti skiptin skömmu eftir að Schröder skoraði 30 stig í tapi Þýskalands gegn Spáni í undanúrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. 

Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úr­slitum

Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit.

Liðið orðið klárt hjá KR-ingum

KR-ingar eru orðnir fullmannaðir fyrir komandi keppnistímabil í Subway-deild karla í körfubolta, að sögn Helga Más Magnússonar þjálfara liðsins. Síðasti púslbitinn er frá Lettlandi.

Isabella aftur í Breiðablik

Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna.

Evrópumeistararnir úr leik

Pólverjar gerðu sér lítið fyrir þegar liðið sló Evrópumeistara Slóvena úr leik í 8-liða úrslitum EuroBasket í kvöld, 90-87.

Haukum spáð sigri en ÍR falli

Haukum er spáð sigri í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur en Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð 2. sæti. Nýliðum ÍR er spáð falli.

Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit

Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum.

Sjá næstu 50 fréttir