Körfubolti

Draymond Green í ótímabundið leyfi frá Golden State eftir hnefahöggið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Draymond Green ræðir hér atvikið og eftirmála þess við fjölmiðlamenn.
Draymond Green ræðir hér atvikið og eftirmála þess við fjölmiðlamenn. AP/Santiago Mejia

Draymond Green baðst opinberlega afsökunar á því að hafa slegið liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu NBA-meistarana á dögunum.

Green hitti blaðamenn og tilkynnti að hann færi nú í leyfi frá Golden State Warriors í óákveðinn tíma.

Fyrst fréttist af þessu í síðustu viku en svo lak út myndband af atvikinu sem stuðaði marga. Þar má sjá Green gefa Poole vænt hnefahögg á kjammann.

„Ég mun halda áfram að halda mig fjarri liðinu. Ég hef gert það og ætla að vinna í sjálfum mér. Ég vil líka gefa strákunum tíma og frið til að meta stöðuna,“ sagði Draymond Green en ESPN segir frá.

Green bað fyrst Poole og allt liðið afsökunar fyrir næstu æfingu Golden State Warriors en yfirgaf svo æfingahúsið og fór heim.

Green hefur einnig beðið fjölskyldu Poole afsökunar. Hann veit ekki hvernig Poole hefur tekið í allar þessar afsökunarbeiðnir.

„Það skiptir mestu máli hvernig Poole líður og ef ég segi alveg eins og er þá veit ég hvernig hann hefur það. Það er brú sem ég er ekki kominn yfir enda ættum við ekki að vera komnir þangað ennþá,“ sagði Green.

„Ég er búinn að horfa á myndbandið fimmtán sinnum eða jafnvel oftar. Þegar ég horfði á þetta þá sá ég að þetta lítur skelfilega út. Þetta lítur verra en út en ég bjóst við. Þetta er ömurlegt, sagði Green.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×