Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2022 20:37 Kristjana Jónsdótitr er þjálfari Fjölnis í Subway-deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum. Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum.
Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15