Körfubolti

Valskonur kláruðu nýliðana í lokaleikhlutanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kiana Johnson átti frábæran leik í liði Vals í kvöld.
Kiana Johnson átti frábæran leik í liði Vals í kvöld. Vísir/Daníel

Valskonur unnu í kvöld öruggan 17 stiga sigur gegn nýliðum ÍR í Subway-deild kvenna í körfubolta, 84-67.

Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Valskonur leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta, 24-18. Áfram héldu ÍR-ingar í við Valskonur fram að hálfleikshléinu og var munurinn aðeins fimm stig þegar liðin gegnu inn til búningsherbergja, staðan 44-39.

Valskonum gekk illa að hrista nýliðana af sér og munurinn fyrir lokaleikhlutann var enn fimm stig. Valskonur settu þó í lás í fjórða leikhluta og skoruðu 21 stig gegn aðeins níu stigum gestanna og niðurstaðan því 17 stiga sigur Vals, 84-67.

Ki­ana John­son átti frábæran leik fyr­ir Val og skoraði 22 stig, tók tíu frá­köst og gaf tíu stoðsend­ing­ar. Greeta Uprus var stigahæst í liði gestanna með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×