Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 12:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira