Körfubolti

ÍR-ingar senda dæmda ofbeldismanninn heim

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tylan Birts mun ekki leika meira með ÍR. 
Tylan Birts mun ekki leika meira með ÍR.  VÍSIR/BÁRA

Körfuboltadeild ÍR og Tylan Birts, leikmaður karlaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um um að slíta samningi hans við félagið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á facebook-síðu félagsins í kvöld þar sem segir að Birts muni ekki leika fleiri leiki með liðinu. 

Eins og fram kom í frétt Vísis var Birts ákærður fyrir nauðgun í Missouri í Bandaríkjunum árið 2016 og játaði líkamsárás fyrri dómi ári síðar. 

Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu.

ÍR-ingar hafa nú brugðist við gagnrýni á það að tefla fram dæmdum ofbeldismanni með því að segja upp samningi hans. Birts var atkvæðamestur í óvæntum sigri gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildainnar á fimmtudagskvöldið síðastliðið. 

ÍR mun ráða annan bandarískan leikmann í hans stað og er frétta af því að vænta á næstunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×