Körfubolti

Suðurlandsprinsinn er stórkostlegur gæi sem sló í gegn: „Litla útgeislunin“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clayton Ladine fagnar einu sinni sem oftar í Þorlákshöfn.
Clayton Ladine fagnar einu sinni sem oftar í Þorlákshöfn. S2 Sport

Breiðablik styrkti sig með nýjum erlendum leikmanni fyrir leiktíðina og fékk til sín Clayton Ladine út 1. deildinni. Ladine var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst í sigri á Þór í Þorlákshöfn.

Subway Körfuboltakvöld tók fyrir nýja Blikann og það er ljóst að Jón Halldór Eðvaldsson er í aðdáendaklúbbnum.

„Clayton Ladine hefur verið líkt við Justin Shouse og við köllum hann bara Flúða-Shouse en það er mín tillaga að viðurnefni. Þú talar um að þetta sé nýi uppáhaldsleikmaðurinn þinn Jonni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds.

„Þetta er bara Suðurlandsprinsinn. Whats not to like, án gríns. Hann er eins og Simmons, erókbikgæinn, það er greiðslan á honum. Þetta er bara stórkostlegur gæi og ástríðan sem þessi gaur er með,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds.

Ladine öskraði í hvert skipti sem hann gerði eitthvað gott. Hann átti mikinn þátt í góðri stemmningu í Blikaleiknum í þessum góða útisigri.

„Þetta er æðislegur gaur og ég elska svona ástríðu. Litla útgeislunin,“ sagði Jón Halldór.

„Hann var á Flúðum á síðustu leiktíð og þar er ofboðslega vel talað um hann. Ég sá hann spila nokkrum sinnum á síðustu leiktíð og þú bara fannst fyrir honum í íþróttahúsinu,“ sagði Kjartan Atli.

„Hann er eins og klipptur inn í þetta Breiðablikslið og það er líka stóru parturinn í þessu,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds.

„Viðbótin sem Breiðablik er með í honum og [Julio Calver] De Assis,“ sagði Jón Halldór en De Assis var með 19 stig og 7 fráköst í fyrsta deildarleik sínum með Blikum.

Það má sjá umfjöllunina um Clayton Ladine hér fyrir neðan.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Suðurlandsprinsinn hjá Blikum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×