Körfubolti

Arnar Guðjónsson ráðinn aðstoðarþjálfari danska landsliðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Guðjónsson verður aðstoðarþjálfari danska landsliðsins.
Arnar Guðjónsson verður aðstoðarþjálfari danska landsliðsins. Vísir/Bára Dröfn

Arnar Guðjónsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Stjörnunnar í Subway-deild karla, hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi danska landsliðsins í körfubolta. Arnar mun gegna starfi aðstoðarþjálfara.

Arnar verður aðstoðarþjálfari Allan Foss hjá danska landsliðinu, en Foss var ráðinn til starfa fyrr í dag. Arnar þekkir vel til bæði Foss, sem og danska körfuboltans, enda var hann aðstoðarmaður hans hjá Abyhöj frá Árós­um. Þá var Arnar einnig aðstoðarmaður Craig Pedersen, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, hjá Svendborg. Arnar tók svo við liðinu af Pedersen og varð svo síðar aðstoðarmaður hans hjá íslenska landsliðinu.

„Arn­ar hefur mikla reynslu af þjálf­un í Dan­mörku. Hann hefur einnig góða reynslu á alþjóðavettvangi eftir að hafa verið aðstoðarþjálf­ari ís­lenska landsliðsins, sem hann fór með á EM. Hann er reynd­ur þjálf­ari sem bæði ég og leik­menn­irn­ir munu njóta góðs af að vinna með,“ sagði Foss um Arnar í samtali við sam­fé­lags­miðla danska körfuknatt­leiks­sam­bands­ins.

Störf Arnars fyrir danska landsliðið ættu ekki að koma niður á starfi hans sem aðalþjálfari Stjörnunnar, enda fara æfingar og leikir landsliða fram þegar hlé er gert á deildarkeppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×