ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 08:00 Tylan Birts var stigahæstur ÍR í sigrinum gegn Njarðvík í gær. Hann skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. VÍSIR/BÁRA Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás. ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu. Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Sjá meira
ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu.
Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Sjá meira