Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 16:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Pablo Hernández, leikmaður Þórs. Samsett/Vísir Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit