Fleiri fréttir

Conte fær auka 150 milljónir punda til að eyða í sumar

Stærstu hluthafar enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur, ENIC Sports Inc, ætla sér að setja auka 150 milljónir punda í félagið eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Pabbi Rúbens Dias skallaði Noel Gallagher

Sauma þurfti nokkur spor í einn þekktasta stuðningsmanns Manchester City eftir að faðir leikmanns liðsins skallaði hann í fagnaðarlátunum þegar City varð Englandsmeistari í gær.

Torsóttur sigur Liverpool dugði skammt

Liverpool gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til þess að klófesta meistaratitilinn þar sem Man City vann frækinn sigur á Aston Villa á sama tíma.

Sunderland upp í ensku B-deildina

Sunderland vann Wycombe Wanderers 2-0 á Wembley í úrslitaleik umspils ensku C-deildarinnar í dag. Þar með er ljóst að Sunderland er komið aftur upp í B-deildina.

Enska úr­vals­deildin hefur á­hyggjur af hegðun á­horf­enda

Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp.

Thomas Tuchel: Kraftaverk að hafa náð þriðja sætinu án Kante

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er á því að það hafi verið mikið afrek hjá hans mönnum að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni miðað við öll þau meiðslavandræði sem miðjumaðurinn N'Golo Kante glímdi á leiktíðinni.

Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins

Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld.

Chelsea svo gott sem tryggði þriðja sætið

Chelsea fer ólíklega ofar eða neðar í töflunni úr þessu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í næstsíðasta leik liðanna á tímabilinu.

Ótrúlegur viðsnúningur bjargaði Everton frá falli

Everton tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. Lokatölur 3-2, en gestirnir í Crystal Palave höfðu 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks.

Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt

Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu.

Dagný áfram í West Ham næstu árin

Dagný Brynjarsdóttir verður áfram hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham til sumarsins 2024 hið minnsta, miðað við nýjan samning sem hún hefur skrifað undir.

Van Basten vill að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea

Hollendingar eru mjög spenntir fyrir því að Erik Ten Hag sé að taka við liði Manchester United. Þeir eru líka duglegir að spyrja goðsögnina Marco van Basten um sína skoðun á því sem landi hans eigi að gera.

„Eins og að eiga Ferrari-bíla í bílskúrnum sínum“

Liverpool þurfti á varaliðinu sína að halda í gær til að tryggja það að liðið getur enn unnið Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Það tókst því Liverpool vann 2-1 endurkomusigur á Southampton og er einu stigi á eftir Manchester City fyrir lokaumferðina.

Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær

Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok.

Klopp: Ekki líklegt en mögulegt

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum eftir 2-1 sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool á enn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn, en Klopp gerir sér grein fyrir því að það verði að teljast ólíklegt.

Sjá næstu 50 fréttir