Fleiri fréttir

Matic kveður Manchester United

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic mun yfirgefa enska stórveldið Manchester United þegar leiktíðinni lýkur í næsta mánuði.

Jón Daði lagði upp mark í sigri

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson lét til sín taka með liði sínu, Bolton Wanderers, í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.

Sean Dyche rekinn frá Burnley

Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley.

Dýra­níðingurinn spilar lík­lega ekki meira á leik­tíðinni

Franski miðvörðurinn Kurt Zouma mun að öllum líkindum ekki spila meira með West Ham United á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Mögulega beit karma hann þar í rassinn en Zouma gerðist sekur um dýraníð fyrr á leiktíðinni.

Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag

Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin.

Fabio Carvalho semur við Liverpool

Fréttir frá Englandi herma að Liverpool sé búið að ná samkomulagi við Fulham um kaup á enska vængmanninum Fabio Carvalho.

Ten Hag gert munn­legt sam­komu­lagi við Man United

Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis.

Guardiola: Leeds myndi falla með mig sem stjóra

Marcelo Bielsa er í miklum metum hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City. Guardiola segist handviss um að Leeds væri í Championship deildinni ef hann væri knattspyrnustjóri liðsins.

Ronaldo ekki refsað fyrir að eyðileggja síma einhverfs stráks

Manchester United ætlar ekki að refsa Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans eftir tapið gegn Everton á laugardaginn. Ronaldo skemmdi þá síma ungs áhorfanda sem var að taka myndband af portúgölsku stjörnunni. Lögreglan á Englandi mun hins vegar rannsaka málið frekar.

Frábær auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina

Manchester City og Liverpool skildu jöfn, 2-2, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var hraður og skemmtilegur frá upphafi til enda og góð auglýsing fyrir deildina að mati knattspyrnustjóra Manchester City, Pep Guardiola.

Klopp: Þetta var eins og boxbardagi

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, naut þess að fylgjast með þeim fótbolta sem boðið var upp á Etihad-vellinum í gær í 2-2 jafntefli Manchester City og Liverpool.

Chelsea skoraði sex gegn Southampton

Chelsea var búið að tapa tveimur leikjum síðustu sex daga með markatölunni 7-2 en svöruðu heldur betur fyrir það í dag með því að gjörsigra Southampton 0-6 á St. Mary‘s vellinum.

Aftur tapar Arsenal

Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2.

Frábær sigur Everton á Manchester United

Everton vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli. Lokatölur í leiknum urðu 1-0 fyrir heimamenn sem eru eftir sigurinn fjórum stigum frá fallsæti.

Þriggja ára bann fyrir niðrandi orð um sam­kyn­hneigða

Ungur stuðningsmaður Arsenal fær ekki að stíga fæti inn á knattspyrnuleikvang næstu þrjú árin eftir að hafa kallað niðrandi orð um samkynhneigða er Arsenal heimsótti Brighton & Hove Albion í október á síðasta ári.

Ron­aldo segir Roon­ey öfund­sjúkan

Cristiano Ronaldo hefur svarað ummælum sem Wayne Rooney lét falla fyrr í vikunni. Hann sagði þá að kaup Manchester United á Ronaldo hefðu ekki gengið upp.

Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið.

Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvenna­lið Liver­pool

Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið.

„Engin gleði í spilamennsku Man. United“

Jamie Redknapp gagnrýndi spilamennsku Manchester United eftir jafnteflið á móti Leicester City og segir að það hljóti verið erfitt fyrir stuðningsmenn United að horfa upp á liðið sitt.

Ólíklegar hetjur skutu Tottenham upp í Meistaradeildarsæti

Tottenham vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar, en þrír varnarmenn komu sér á blað fyrir heimamenn.

Everton heldur áfram að tapa á útivelli

West Ham vann Everton 2-1 á heimavelli í dag. Everton er því áfram án sigurs í útileik undir stjórn Frank Lampard en þetta var 11. leikur Lampard með liðið og sá 5. á útivelli í öllum keppnum.

Rodgers: Fofana hefur hvorki borðað né drukkið

Wesley Fofana spilaði allar 90 mínúturnar í hjarta varnar Leicester City í 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í gær. Fofana hafði ekki borðað neitt né drukkið svo mikið sem vatnsglas fyrir og eftir leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir