Fleiri fréttir

Heiðar tryggði QPR sigur á Chelsea - öll úrslitin í enska í dag

Heiðar Helguson tryggði nýliðum Queens Park Rangers óvæntan 1-0 sigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar skoraði eina mark leiksins úr víti sem hann fékk sjálfur á 10. mínútu en annars var þetta ótrúlegur knattspyrnuleikur þar sem Chelsea-liðið faldi það mjög vel að vera níu á móti ellefu í 49 mínútur.

Tottenham fór upp fyrir Liverpool - Van der Vaart með tvö mörk

Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tottenham fór upp fyrir Liverpool og í 5. sætið með þessum sigri sem var sá fimmti hjá liðinu í síðustu sex deildarleikjum. Blackburn er aftur á móti í botnsætinu enda aðeins búið að ná í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum.

Dalglish: Látið Luis Suarez í friði

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, kom enn á ný til varnar Luis Suarez sem var í sviðsljósinu í 1-1 jafntefli á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Í síðustu viku var Suarez ásakaður um kynþóttafordóma en að þessu sinni um leikaraskap.

Venables valdi 11 manna úrvalslið úr liðum United og City: 6-5 fyrir United

Terry Venables, fyrrum þjálfari enska landsliðsins og stjóri Barcelona og Tottenham, skirfaði pistil í The Sun þar sem hann valdi ellefu manna úrvalslið úr liðum Manchester City og Manchester United. Manchester-liðin mætast einmitt í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford á morgun.

Dalglish: Eitt stig gefur ekki rétta mynd af spilamennskunni

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn fara afar illa með dauðafærin og sjá á eftir tveimur stigum á heimavelli í 1-1 jafntefli á móti nýliðum Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Grant Holt hjá Norwich: Heppnin var með okkur í liði

Grant Holt og John Ruddy voru mennirnir á bak við stig Norwich á Anfield í kvöld en Liverpool og nýliðarnir gerðu þá 1-1 jafntefli. Holt skoraði jöfnunarmarkið og Ruddy varði hvað eftir annað glæsilega í markinu.

Norwich náði í jafntefli á Anfield

Liverpool náði aðeins jafntefli á móti nýliðum Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Craig Bellamy kom Liverpool í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Grant Holt jafnaði fyrir Norwich eftir klukkutímaleik. Þessi úrslit eru gríðarlega vonbrigði fyrir Liverpool-liðið en Norwich-menn gátu verið ánægðir með að fara með stig heim.

Bellamy í byrjunarliðinu hjá Liverpool

Craig Bellamy kemur inn í byrjunarliðið hjá Liverpool fyrir leikinn á móti Norwich í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Manchester United.

Argentínumaður hetja Leeds í dag

Argentínumaðurinn Luciano Becchio var hetja Leeds í 3-2 útisigri á Peterborough í ensku b-deildinni í dag en með þessum sigri komst Leeds-liðið upp í 3. sæti deildarinnar.

Roy Keane: Nútímafótboltamenn eru alltof aumir

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og kandídat í stöðu landsliðsþjálfara Íslands, var fenginn í viðtal hjá Daily Mirror til þess að tjá sig um Manchester-slaginn á morgun.

Redknapp vill sjá Bale í Ólympíuliði Breta

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar ekki að koma í veg fyrir að Gareth Bale spili með breska Ólympíuliðinu á leikunum í London næsta sumar þótt að velska knattspyrnusambandið sé ekki hrifð af því að leikmaðurinn verði með.

Sir Alex bannað að tala um Evra-Suarez deiluna

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur fengið skýr skilaboð frá enska knattspyrnusambandinu að tjá sig ekki frekar um ásakanir Patrice Evra á hendur Luis Suarez um meinta kynþáttafordóma.

Úlfarnir tryggðu sér stig með tveimur mörkum í blálokin

Wolves náði í langþráð stig með því að skora tvö mörk á síðustu sex mínútunum í 2-2 jafntefli á móti nýliðum Swansea City á Molineux í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Swansea komst í 2-0 í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik stefndi í fyrsta útisigur liðsins á tímabilinu.

Wenger: Ólympíuleikarnir eru fyrir frjálsar íþróttir en ekki fótbolta

Arsene Wenger hefur áhyggjur af hlutskipti stjóranna í ensku úrvalsdeildinni næsta haust þegar þeir fá landsliðsmenn sína dauðþreytta til sín eftir erfitt sumar. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið grænt ljós á það að leikmenn verði bæði með á Evrópumótinu og á Ólympíuleikunum ef að þeir spili takmarkað á EM.

Chelsea nálgast Hazard

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Belginn Eden Hazard gangi í raðir Chelsea frá franska liðinu Lille. Forráðamaður hjá Lille staðfestir að félögin séu nálægt því að ná samkomulagi.

Tevez líklega sektaður um sex vikna laun eða 275 milljónir króna

Það bendir allt til þess að Carlos Tevez verði sektaður um sex vikna laun fyrir að neita að hita upp í Meistaradeildarleik Manchester City á móti Manchester United. Rannsóknarnefnd City fann engin sönnunargögn um að Tevez hafi neitað að spila aðeins að hann hafi neitað að hita upp.

Richards hjá City: Leikmenn United eru svolítið hræddir við okkur

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, segir að nágrannar þeirra Manchester United séu hræddir við City-liðið en Manchester-slagurinn fer fram á Old Trafford á sunnudaginn og í boði er efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni. City hefur tveggja stiga forskot á topp ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið 7 af 8 deildarleikjum tímabilsins til þessa.

Mancini: Sir Alex er meistarinn en ég er bara lærlingur ennþá

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann geti enn lært mikið af Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United. Manchester-liðin mætast í risaleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og toppsæti deildarinnar er í boði.

Sir Alex: Leikmenn eiga ekki að keppa bæði á EM og ÓL næsta sumar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir það ekki raunhæft fyrir leikmenn að taka bæði þátt í Evrópumótinu og Ólympíuleikunum næsta sumar en Wayne Rooney var orðaður við breska Ólympíuliðið í morgun þar sem að hann verður í banni í þremur leikjum á EM.

Tevez bara kærður fyrir að neita að hita upp

Þetta var víst bara einhver missklingur eins og hjá Georgi Bjarnfreðarsyni um árið. Manchester City getur ekki sannað fullyrðingu stjórans Roberto Mancini að Carlos Tevez hafi neitað að fara inn á í Meistaradeildarleik City-liðsins í München fyrir þremur vikum.

Dalglish: Allir í Liverpool standa algjörlega við bakið á Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sagði það á blaðamannfundi fyrir Norwich-leikinn á morgun að allir hjá Liverpool standi við bakið á Úrúgvæmanninum Luis Suarez. Patrice Evra sakaði Suarez um kynþáttarníð í leik Liverpool og Manchester United um síðustu helgi.

Verður Wayne Rooney með Bretum á ÓL í London?

Þriggja leikja bann UEFA á hendur enska landsliðsmanninum Wayne Rooney þykir samkvæmt frétt Guardian auka líkurnar á því Rooney verði með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Roman Pavluychenko falur fyrir rétta upphæð

Forráðamenn Tottenham eru reiðubúnir til að hlusta á tilboð í rússneska framherjann Roman Pavlyuchenko sem hefur lítið sem ekkert spilað með liðinu í upphafi tímabilsins.

Lindegaard: Titillinn er ekki undir um helgina

Anders Lindegaard, markvörður Manchester United, á von á harðri titilbaráttu allt til loka tímabilsins og að leikur helgarinnar gegn Manchester City muni ekki hafa úrslitaáhrif á þá baráttu.

Sonur Paul Ince slær í gegn með Blackpool

Hinn nítján ára Tom Ince hefur slegið í gegn með Blackpool í ensku B-deildinni en hann tryggði sínum mönnum sigur á Doncaster á þriðjudagskvöldið eftir að hafa komið inn á sem varamaður og skorað tvö mörk.

Redknapp: Meiðsli King ekki svo alvarleg

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að meiðsli varnarmannsins Ledley King séu ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. King hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða á sínum ferli.

Sjá næstu 50 fréttir