Fleiri fréttir

Aron Einar skoraði í tapleik

Aron Einar Gunnarsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir enska B-deildarliðið Cardiff en það dugði ekki til þar sem að liði tapaði fyrir Peterborough á útivelli, 4-3.

Engar samningaviðræður í gangi milli Grétars Rafns og Bolton

Blaðamaður Bolton News veltir því fyrir sér hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson sé á förum frá félaginu. Grétar Rafn var ekki í hópnum um helgina þegar Bolton endaði sex leikja taphrinu með 3-1 sigri á Wigan.

Vermaelen búinn að framlengja við Arsenal

Belgíski landsliðsfyrirliðinn Thomas Vermaelen hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal en þessi 25 ára miðvörður kom til liðsins frá Ajax fyrir tímabilið 2009-10.

Sky Sports finnur engar myndir sem styðja ásakanir Patrice Evra

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Frakkinn Patrice Evra ætli ekki að draga til baka ásakanir sínar á hendur Úrúgvæmanninum Luis Suárez. Evra sagði Suárez hafa verið með kynþáttafordóma í garð hans á meðan leik Liverpool og United stóð um helgina.

Wenger: Hálfur leikmannahópurinn vildi fara í sumar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekkert lengur að fela það sem gekk á innan herbúða félagsins í sumar. Sumarið endaði á því að tveir bestu leikmenn liðsins, Cecs Fabregas og Samir Nasri, voru seldir og tímabilið byrjaði síðan skelfilega.

Mancini vill vera mörg ár til viðbótar hjá City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett stefnuna á því að sitja í stjórastólnum hjá City í mörg ár til viðbótar. City hefur aldrei byrjað tímabil betur en í ár en liðið er á toppi ensku deildarinnar með 7 sigra og 1 jafntefli í átta leikjum.

Fórnarlamb Rooney segir að þriggja leikja bannið sé alltof strangt

Miodrag Dzudovic, varnarmaður landsliðs Svartfjallalands sem Wayne Rooney sparkaði aftan í á dögunum og fékk rautt spjald fyrir, hefur boðist til að tala máli enska landsliðsmannsins ef að enska knattspyrnusambandið ákveður að áfrýja leikbanni Rooney.

Liverpool vill Evra í bann séu ásakanir hans falskar

Liverpool ætlar að standa við bakið á Úrúgvæmanninum Luis Suárez sem hefur hafnað algjörlega þeim fréttum að hann hafi kallað Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, niggara í leik liðanna á laugardaginn.

Van Persie ætlar ekki að yfirgefa Arsenal

Hetja Arsenal í dag, Robin van Persie, segir að fréttir í breskum blöðum um að hann sé á förum frá félaginu séu algjörlega úr lausu lofti gripnar.

WBA lagði Úlfana

WBA skaust upp í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er það lagði Wolves, 2-0, á heimavelli sínum. Úlfarnir eru í sextánda sæti eftir leikinn.

Bruce fúll út í blaðamenn

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er orðinn þreyttur á endalausum sögum um að hann verði brátt rekinn sem stjóri félagsins. Hann segir fréttaflutninginn vera fáranlegan.

Wenger gæti opnað veskið í janúar

Hinn hagsýni stjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur ekki útilokað að opna veskið í janúar ef leikur Arsenal verður enn í molum þá.

Ameobi tryggði Newcastle stig

Tottenham og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á St. James´s Park. Heimamenn voru ekki fjarri því að stela sigri undir lokin.

Robin van Persie sá um Sunderland

Arsenal bar sigur úr býtum gegn Sunderland, 2-1, á Emirates-vellinum í London í dag. Robin van Persie skoraði bæði mörk heimamann í leiknum, en hann hefur verið magnaður fyrir félagið á tímabilinu.

LeBron á Anfield - myndir

Körfuboltastjarnan LeBron James hefur verið á Anfield síðustu daga og var meðal annars viðstaddur leik Liverpool og Man. Utd í gær.

Evra segir að Suarez hafi kallað sig niggara

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á því hvort Luis Suarez, framherji Liverpool, hafi verið með kynþáttafordóma í garð hins hörundsdökka bakvarðar Man. Utd, Patrice Evra, í leik liðanna á Anfield í dag.

Mancini: Við þurfum að spila enn betur

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var ánægður með strákana sína í dag sem lögðu Aston Villa, 4-1, og komust með sigrinum á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

Aron og félagar gerðu jafntefli

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í dag og spilaði allan leikinn er Cardiff gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Ipswich.

Gerrard: Ætlaði að lyfta boltanum yfir vegginn

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var í byrjunarliði félagsins í fyrsta skipti í hálft ár í dag. Hann byrjaði með látum því hann skoraði mark Liverpool í 1-1 jafnteflinu.

Rio segist varla hafa snert Adam

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, var allt annað en sáttur við Charlie Adam, leikmann Liverpool, en Adam fiskaði aukaspyrnuna sem Gerrard síðan skoraði úr.

LeBron skemmtir sér vel á Anfield

Körfuboltastjarnan LeBron James er á meðal áhorfenda á Anfield í dag. Koma hans á stórleikinn hefur vakið nokkra athygli.

Chelsea vann auðveldan sigur á Everton

Chelsea vann góðan sigur á Everton er liðið úr Bítlaborginni kom í heimsókn á Stamford Bridge. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem hafði ekki tekist að leggja Everton á heimavelli í síðustu fimm tilraunum.

Man. City á toppinn - öll úrslit dagsins

Heiðar Helguson skoraði sitt 100. mark í enska boltanum í dag er hann skoraði frábært mark fyrir QPR gegn Blackburn í dag. Sending utan af kanti sem söng frekar óvænt í netinu.

Stórmeistarajafntefli á Anfield

Javier Hernandez bjargaði stigi fyrir Man. Utd gegn Liverpool á Anfield í dag. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Liverpool var sterkari aðilinn lengstum og ekki fjarri því að taka öll stigin.

Skilaboð Sir Alex: Hættið að syngja um Hillsborough

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að hætta að syngja um Hillsborough-slysið í leikjum á móti Liverpool, en erkifjendurnir mætast á Anfield í dag.

Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum

„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki.

Gerrard byrjar á móti United

Liverpool mun tjalda öllu sem til er þegar liðið fær Englandsmeistara Manchester United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í sannkölluðum risaleik á Anfield í hádeginu.

Mancini veit ekkert hvað verður um Carlos Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að Carlos Tevez muni spila aftur fyrirr City en annars var enskum blaðamönnum tilkynnt um það að þeir mættu ekki spyrja um mál tengdum argentínska framherjanum þegar Mancini mætti til að ræða um leik City og Aston Villa sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Dalglish hefur enn tröllatrú á Gerrard

Þó svo einhverjir telji að Steven Gerrard sé búinn að ná hápunktinum sem knattspyrnumaður og leiðin liggi nú niður á við efast Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ekki um að Gerrard eigi eftir að verða prímusmótor Liverpool-liðsins næstu árin.

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Mascherano: Man. City kemur illa fram við Tevez

Argentínumaðurinn Javier Mascherano, leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að leggja orð í belg í umræðunni um Carlos Tevez. Mascherano er ekki hrifinn af framkomu Man. City í garð landa síns.

Hernandez framlengir við Man. Utd

Stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að óttast að missa framherjann Javier Hernandez því hann er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Sjá næstu 50 fréttir