Fleiri fréttir

UEFA hefur dregið leikbann Eduardo til baka

Stjórn aganefndar knattspyrnusambands Evrópu hefur ákveðið að taka til greina áfrýjun Arsenal vegna tveggja leikja banns sem framherjinn Eduardo Da Silva var dæmdur í á dögunum.

Heiðar snýr aftur til Watford á láni

Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson hefur ákveðið að snúa aftur í raðir Watford á lánssamningi til áramóta frá QPR en bæði félögin leika í ensku b-deildinni.

Hughes kemur Adebayor til varnar

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City hefur komið framherjanum Emmanuel Adebayor til varnar eftir umdeild atvik sem áttu sér stað í leik City gegn gömlu liðsfélaga Adebayor í Arsenal um helgina.

Meiðsli Neville alvarlegri en fyrst var haldið

Fyrirliðinn Phil Neville hjá Everton meiddist í 2-1 tapi Everton gegn Fulham í gær eftir að hafa verið tæklaður af Dickson Etuhu. Dómari leiksins dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu á atvikið og knattspyrnustjórinn David Moyes var brjálaður eftir leikinn.

De La Hoya spáir Marquez óvæntum sigri

Gulldrengurinn Oscar De La Hoya hefur fulla trú á því að Mexíkóbúinn Juan Manuel Marquez geti orðið sá fyrsti til þess að vinna Bandaríkjamanninn Floyd Mayweather Jr þegar kapparnir mætast í hringnum um næstu helgi.

Park skrifar undir nýjan samning við United

Umboðsmaður miðjumannsins Ji-Sung Park hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur staðfest að leikmaðurinn sé búinn að samþykkja nýjan þriggja ára samning sem muni halda Suður-Kóreumanninum á Old Trafford til ársins 2012 að minnsta kosti.

Adebayor: Ég gerði ekkert rangt

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City hefur enn ekkert heyrt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann fagnaði marki sínu í 4-2 sigrinum gegn sínum gömlu félögum í Arsenal fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins.

Roman Abramovich tókst ekki að komast á toppinn

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var ekki að fylgjast með sínum mönnum vinna Stoke í ensku úrvalsdeildinni um helgina því hann var í ævintýraferð í Afríku þar sem hann gerði tilraun til þess að komast á topp Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku.

Damien Duff fullkomnaði endurkomu Fulham á móti Everton

Damien Duff tryggði Fulham 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni með því að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Everton hafði komist í 1-0 í fyrri hálfleik með skallamarki Tim Cahill.

Ryan Giggs: Ánægður með að fá að taka aukaspyrnurnar á nýjan leik

Ryan Giggs er aftur farinn að fá að taka aukaspyrnur fyrir Manchester United nú þegar Cristiano Ronaldo er farinn til Real Madrid. Giggs nýtti tækifærið vel í gær þegar hann jafnaði leikinn á móti Tottenham með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Manchester United vann leikinn síðan 3-1.

Fagnaðarlæti og takka-tröðkun Adebayor fara bæði fyrir aganefndina

Stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest það að Aganefnd enska knattspyrnusambandsins muni á næsta fundi sínum á morgun taka fyrir tvö atvik tengd Emmanuel Adebayor í leik Manchester City og Arsenal í gær. Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum, lét finna fyrir sér í tæklingum og skoraði síðan þriðja mark sinna manna.

Capello: Heskey er lykillinn í leikkerfi enska landsliðsins

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, heldur mikla tryggð við Emile Heskey þrátt fyrir að Heskey hafi aðeins skorað 7 mörk í 56 landsleikjum. Heskey er og verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins þrátt fyrir að Jermain Defoe hafi skorað 8 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum.

Thomas Sorensen: Meiðslin eru ekki eins slæm og ég óttaðist

Danski markvörðurinn Thomas Sorensen hjá Stoke meiddist í leik Stoke og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og varð að yfirgefa völlinn á 41. mínútu leiksins. Varamarkvörðurinn Steve Simonsen tók stöðu hans í marki Stoke.

Robinho frá í tvær til þrjár vikur og missir af United-leiknum

Landsliðsferðir Robinho og Carlos Tevez til Suður-Ameriku voru dýrkeyptar fyrir enska úrvalsdeildarliðið Manchester City því tveir stjörnuleikmenn liðsins meiddust báðir það illa með landsliðum sínum að þeir verða frá í nokkrar vikur.

Van Persie: Adebayor ætlaði sér að meiða mig í dag

Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur sakað fyrrum félaga sinn Emmanuel Adebayor um að hafa stigið viljandi á andlit sitt í 4-2 tapi Arsenal á móti Manchester City í dag. „Ég er leiður og vonsvikinn vegna þess að þetta var viljandi og hugsunarlaust," sagði Van Persie á heimasíðu Arsenal.

Alex Ferguson: Var hann rekinn útaf af því að hann heitir Paul Scholes

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sitt lið hafi staðist stórt próf á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. United lenti 0-1 undir á útivelli eftir aðeins eina mínútu og spilaði manni færri síðasta hálftíma leiksins. United vann leikinn engu að síður 3-1.

Ancelotti: Við áttum skilið að skora þetta mark

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði vel þegar Florent Malouda tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke á fjórðu mínútu uppbótartíma. Þetta var fimmti sigur liðsins í fimm leikjum og er Chelsea nú með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Rafael Benitez: Yossi að sanna sig sem byrjunarliðsmaður

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun hafi sannað sig með því að skora þrennu í 4-0 sigri á Burnley í dag. Benitez segir að Benayoun hafi ekki látið ferðaþreytu hafa áhrif á sig.

Draumabyrjun Tottenham dugði ekki til að halda sigurgöngunni áfram

Sigurganga Tottenham í ensku úrvalsdeildinni endaði með 1-3 tapi fyrir Englandsmeisturum Manchester United á heimavelli á White Hart Lane í dag en Tottenham hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Það dugði ekki fyrir lærisveinana hans Harry Redknapp að komast yfir strax á fyrstu mínútu leiksins því United svaraði með þremur mörkum.

Liverpool fær 16,6 milljarða fyrir samning við Standard Chartered

Liverpool mun ekki spila með Carlsberg auglýsingu framan á búningum sínum á næsta tímabili eins og liðið hefur gert undanfarin sautján ár. Frá og með 2010-11 tímabilinu mun Liverpool auglýsa Standard Chartered framan á búningum sínum eftir að félagið gerði fjögurra ára samning við bankann.

Adebayor: Fyrirgefið mér en tilfinningarnar tóku yfir

Emmanuel Adebayor baðst afsökunar á því eftir leik Man. City og Arsenal í dag að hafa hlaupið allan völlinn endilangan til þess að geta fagnað marki sínu fyrir fram stuðningsmenn Arsenal sem voru mættir til Manchester. Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og átti flottan leik þegar Manchester City vann 4-2 sigur á Arsenal.

Harry Redknapp: Við getum alveg unnið United í dag

Harry Redknapp, stjóri Tottenham. býst við knattspyrnuviðburði á White Hart Lane í dag þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United. Tottenham hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og það hefur ekki gert oft á undanförnum árum að Spurs er ofar í töflunni þegar þessi lið mætasts.

Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og City vann Arsenal

Sigurganga Manchester City hélt áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann þá 4-2 heimasigur á Arsenal. Emmanuel Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum og skoraði meðal annars þriðja mark City. Emmanuel Adebayor hefur þar með skoraði fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti

Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Reina, markvörður Liverpool: Eigum ekki raunhæfa möguleika á titlinum

Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Liverpool-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liverpool endaði í 2. sæti á síðasta tímabili sem var besta tímabil félagsins síðan 1990 eða frá því að þeir urðu síðasta Englandsmeistarar.

Áfall fyrir Everton-liðið - Arteta í aðra aðgerð

Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Mikel Arteta þurfi að fara í aðra aðgerð á hné. Spænski miðjumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar þegar hann meiddist á liðbandi í hné.

Defoe og Redknapp bestir í ágúst

Framherjinn Jermain Defoe og knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham urðu fyrir valinu sem leikmaður og stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda.

Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa.

Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma.

Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham

Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils.

Króatinn Klasnic: Terry sló mig beint í nýrun

Enski landsliðsfyrirliðinn John Terry sakaði Króatann Ivan Klasnic um að hafa hrækt á sig í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Klasnic hefur neitað þessu en um leið sakar hann Terry um að slá sig beint í nýrun en Klasnic fór í tvöfalda nýrnaígræðslu árið 2007.

Sunderland vill ekki lengur fá Lucas Neill - heimtar of há laun

Það verður ekkert af því að Lucas Neill spili með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Steve Bruce, stjóri liðsins, sagði að viðræður hafi verið í gangi á milli félagsins og hins 31 árs gamla ástralska varnarmanns.

Sheringham búinn að taka fótboltaskóna niður af hillunni

Teddy Sheringham er ekki dauður úr öllum æðum sem fótboltamaður þó að hann sé orðinn 43 ára gamall. Sheringham setti fótboltaskónna upp á hillu fyrir sextán mánuðum en hefur nú ákveðið að taka þá niður aftur og fara að spila með Beckenham Town.

Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United

Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður.

Wenger afar óhress með meiðsli Arshavin

Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Andrey Arshavin missi af næstu þremur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst lítillega í landsleik með Rússum í gærkvöldi.

Ferdinand farinn að æfa aftur með United - gæti spilað um helgina

Rio Ferdinand varnarmaðurinn öflugi hjá Manchester United er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir daginn fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Ferdinand gæti verið klár fyrir næsta leik liðsins sem er á móti Tottenham á laugardaginn.

Capello segir Aaron Lennon vera frábæran leikmann

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var mjög ánægður með frammistöðu Aarons Lennon í 5-1 sigri Englendinga á Króötum á Wembley í undankeppni HM í gær. Englendingar tryggðu sig inn á HM með þessum sigri.

England rúllaði yfir Króatíu

Enska landsliðið er enn með fullt hús stiga í undankeppni HM en það rúllaði yfir Króatíu 5-1 í kvöld. Steven Gerrrard og Frank Lampard skoruðu tvö mörk hvor.

Sjá næstu 50 fréttir