Enski boltinn

Park skrifar undir nýjan samning við United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ji-Sung Park.
Ji-Sung Park. Nordic photos/AFP

Umboðsmaður miðjumannsins Ji-Sung Park hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur staðfest að leikmaðurinn sé búinn að samþykkja nýjan þriggja ára samning sem muni halda Suður-Kóreumanninum á Old Trafford til ársins 2012 að minnsta kosti.

Park kom til United árið 2005 frá PSV og þrátt fyrir að hafa verið í skugganum á leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo og fleirum þá hefur hann jafnan þótt standa fyrir sínu og er nú kominn með stærra hlutverk í liðinu en oft áður.

Park varð fyrsti leikmaðurinn frá Asíu til þess að taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar United tapaði 2-0 fyrir Barcelona í maí síðast liðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×