Enski boltinn

Liverpool tilkynnir um nýjan styrktaraðila í stað Carlsberg

Ómar Þorgeirsson skrifar
Tom Hicks og George Gillet, eigendur Liverpool.
Tom Hicks og George Gillet, eigendur Liverpool. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur tilkynnt að frá og með júlí á næsta ári muni Standard Chartered Bank verða aðalstyrktaraðili félagsins.

Bankinn mun taka við af Carlsberg í júlí en Liverpool hefur gert fjögurra ára samning og er þetta stærsti samningur sem félagið hefur nokkru sinni gert við styrktaraðila. Með samningnum vonast Liverpool til þess að halda áfram að kynna og styrkja ímynd félagsins á heimsvísu.

„Það er merki um að við séum að stefna í rétta átt þegar við gerum stærsta styrktaraðilasamning í sögu félagsins," segir Christian Purslow, stjórnarformaður Liverpool.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×