Fleiri fréttir

Bent skoraði í sínum fyrsta leik

Framherjinn Darren Bent var í sviðsljósinu með Tottenham í dag þegar liðið lagði Stevenage í æfingaleik 3-1. Bent skoraði mark og fiskaði víti í leiknum, en Robbie Keane og Adel Taarabt skoruðu hin mörkin. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á Wrexham þar sem Austurríkismaðurinn Besian Idrizaj skoraði þrennu.

Fabregas: Ég verð áfram ef Wenger verður áfram

Umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að hann verði ánægður í herbúðum liðsins svo lengi sem Arsene Wenger verði áfram knattspyrnustjóri. Arsenal hefur enn á ný þurft að blása á fregnir af því að Fabregas sé á leið frá félaginu.

Tevez spenntur fyrir að vinna með Ferguson

Argentínumaðurinn Carlos Tevez segist mjög spenntur fyrir þeim möguleika að vinna með Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en félagið er nú að leggja lokahönd á að ganga í raðir þeirra rauðu. Málið er þó gríðarlega flókið og hefur enska úrvalsdeildin skorist í leikinn.

Cisse á leið til Marseille

Forseti franska félagsins Marseille segist mjög ánægður með að vera við það að landa framherjanum Djibril Cisse varanlega til félagsins eftir að hafa verið með hann á lánssamningi í eitt ár. Cisse er 25 ára gamall og er við það að ganga frá skiptum frá Liverpool til heimalandsins eftir meiðslum hrjáð tímabil undanfarin ár.

Eriksson leið illa í fríinu

Sven-Göran Eriksson, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester City, segir að árið sem hann var ekki að þjálfa hafi verið mesti álagstími sinn á ferlinum. Eriksson er 59 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við City.

Gilberto svarar Drogba fullum hálsi

Miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal hefur nú svarað ummælum Didier Drogba hjá Chelsea fullum hálsi, en framherjinn lét hafa eftir sér í gær að Arsenal gæti ekki lengur talist eitt af þeim liðum sem myndu berjast um enska meistaratitilinn.

Hafnaði WBA endanlega

Heiðar Helguson ætlar sér ekki að fara til 1. deildarliðs West Bromvich Albion. Fulham hefur komist að samkomulagi við WBA um kaup á Diomansy Kamara þar sem Heiðar var hluti af kaupverðinu. Samningur WBA og Heiðars var það eina sem gat komið í veg fyrir skiptin en svo virðist vera sem ekkert verði úr þeim.

Tottenham kynnir nýja leikmenn

Tottenham festi í dag kaup á franska varnarmanninum Younes Kaboul frá Auxerre og er hann þriðji leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar ásamt þeim Darren Bent og Gareth Bale. Lundúnaliðið er því búið að eyða yfir 30 milljónum punda í sumar og ætlar sér greinilega stóra hluti á næstu leiktíð eftir að hafa náði fimmta sætinu tvö ár í röð.

Reo-Coker kominn til Villa

Aston Villa gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Nigel Reo-Coker frá West Ham fyrir 8,5 milljónir punda. Hann er 23 ára gamall og gekk í raðir West Ham frá MK Dons (Wimbledon) árið 2004. Coker skoraði 11 mörk í 142 leikjum fyrir West Ham og var fyrirliði enska U-21 árs landsliðsins.

Sheffield United ætlar ekki að gefast upp

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United hafa ekki sagt sitt síðasta í máli sínu gegn Carlos Tevez og West Ham United og ætla nú að áfrýja úrskurði gerðadóms á dögunum og fara með mál sitt fyrir hæstarétt. Sheffield ætlar að ekki að unda falli sínu úr úrvalsdeildinni.

Calderon bauð Wenger að taka við Real Madrid

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að Arsene Wenger stjóri Arsenal hafi verið einn þeirra sem hann ræddi við þegar kom að því að finna eftirmann Fabio Capello hjá spænska stórliðinu. Hann ræddi einnig við Ronald Koeman, Michael Laudrup og svo Bernd Schuster - sem hann vonast til að landa frá Getafe eftir helgina.

Terry og Lampard verða ekki seldir

Stjórnarformaður Chelsea segir ekki koma til greina að félagið selji þá John Terry fyrirliða og Frank Lampard, þrátt fyrir að erfiðlega gangi að framlengja samninga þeirra beggja við félagið. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningum sínum og hafa mörg stórlið í Evrópu rennt hýru auga til þeirra á síðustu árum.

Steven Davis til Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham festi í dag kaup á miðjumanninum Steven Davis frá Aston Villa fyrir fjórar milljónir punda. Davis er 22 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið. Davis hittir þar fyrir fyrrum landsliðsþjálfara sinn Lawrie Sanchez sem var áður með landslið Norður-Íra.

Chelsea búið að bjóða í Pato

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gert formlegt kauptilboð í brasilíska ungstirnið Alexandre Pato hjá Internacional í Brasilíu ef marka má umboðsmann leikmannsins. Real Madrid, Inter og AC Milan eru einnig sögð hafa mikinn áhuga á honum og segir umboðsmaðurinn þau öll hafa gert tilboð í hann.

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Daily Mirror segir að Manchester United hafi fullan hug á að klófesta framherjann Carlos Tevez frá West Ham og blaðið segir að þeir rauðu ætli sér að klára málið fyrir helgi. Daily Mail segir framherjann þegar hafa samþykkt að fara til United, en að forráðamenn West Ham séu ekki jafn hrifnir af þeirri hugmynd.

Chelsea fundar með Lyon fyrir helgi

Breska sjónvarpið greinir frá því nú í hádeginu að forráðamenn Chelsea muni funda með kollegum sínum hjá franska félaginu Lyon um kaup enska félagsins á miðjumanninum Florent Malouda. Talið er að Lyon vilji fá 13,5 milljónir punda fyrir Malouda, sem var kjörinn leikmaður ársins í Frakklandi í vor.

West Ham semur við Richard Wright

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert samning við markvörðinn Richard Wright sem var með lausa samninga hjá Everton. Wright lék áður með Ipswich og Arsenal og á að baki tvo landsleiki. Hann spilaði aðeins tvo leiki með Everton á síðustu leiktíð og hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er þriðji maðurinn sem West Ham kaupir í sumar auk þeirra Scott Parker og Julien Faubert.

Tottenham kaupir Kaboul á 8 milljónir punda

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk í morgun frá kaupum á varnarmanninum Younes Kaboul frá Auxerre í Frakklandi. Kaboul er fyrirliði U-21 árs landsliðs Frakka og hafði verið orðaður við lið eins og Roma, Inter og Portsmouth. Hann er almennt álitinn efnilegasti varnarmaður í Frakklandi og hefur verið fyrirliði allra yngri landsliðanna þar í landi.

Tevez sagður á leið til Manchester United

Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að Manchester United sé nú komið nálægt því að fá til sín argentínska sóknarmanninn Carlos Tevez frá West Ham. Ekki hefur verið gefið upp hvort um lán eða kaup er að ræða, en viðræður munu standa yfir milli félaganna samkvæmt heimildum BBC.

Malouda nálgast Chelsea

Nú er útlit fyrir að knattspyrnumaður ársins í Frakklandi, vængmaðurinn Florent Malouda hjá Lyon, gangi fljótlega í raðir Chelsea á Englandi. Forráðamenn franska félagsins segjast hafa fengið nýtt og betra tilboð í leikmanninn og hann hefur þegar yfirgefið æfingabúðir liðsins í frönsku ölpunum. Franskir fjölmiðlar fullyrða að tilboð Chelsea sé í kring um 18,5 milljónir punda eða 2,3 milljarðar króna.

Defoe ætlar ekki að fara frá Tottenham

Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham ætlar ekki að láta það á sig fá þó liðið hafi keypt Darren Bent frá Charlton fyrir metfé á dögunum og ætlar að berjast áfram fyrir sæti sínu í liðinu á komandi leiktíð.

Bellamy líklega á útleið

Framherjinn Craig Bellamy virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool ef marka má viðtal sem tekið var við Rafa Benitez knattspyrnustjóra í dag, eftir að hann gekk frá samningi við Fernando Torres.

West Ham samþykkir tilboð í Reo-Coker

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham samþykkti í dag 8,5 milljón punda kauptilboð Aston Villa í miðjumanninn Nigel Reo-Coker. Coker gengur væntanlega í raðir Villa á næsta sólarhring, en hann á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning við Villa. Hann er 23 ára gamall og gekk í raðir West Ham frá MK Dons árið 2004.

Torres kominn til Liverpool

Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres hefur nú gengið formlega í raðir Liverpool á Englandi sem keypti hann fyrir metfé frá Atletico Madrid - 3,35 milljarða króna. Torres er 23 ára og skrifaði í dag undir 6 ára samning við enska félagið. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool og ljóst að pressan verður gríðarleg á þessum unga leikmanni á næstu leiktíð.

Nýtt veðmál hjá Ronaldo og Ferguson

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætli að leggja enn meira undir í ár en í fyrra í árlegu veðmáli sínu við Alex Ferguson knattspyrnustjóra. Ronaldo veðjaði 400 pundum á að hann næði að skora 15 mörk í deildinni á síðustu leiktíð og vann - þar sem hann skoraði 17 mörk.

Torres mætir á Anfield í dag

Dýrasti knattspyrnumaður í sögu Liverpool verður kynntur formlega til sögunnar á Anfield í dag þegar framherjinn Fernando Torres mun formlega ganga í raðir félagsins. Torres hefur þegar setið blaðamannafund í heimalandinu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn Atletico Madrid, en heilsar rauða hernum í dag eftir að hafa verið keyptur á rúma 3,3 milljarða króna.

Eriksson hitti leikmenn City í dag

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hitti leikmenn Manchester City í fyrsta skipti á æfingasvæði liðsins í dag. Búist er við því að Eriksson skrifi undir samning um að gerast stjóri liðsins um leið og Thaksin Shinawatra nær að klára yfirtöku sína á félaginu, en það gæti gerst í dag eða á morgun. Shinawatra þarf að eignast 75% hlut í félaginu til að svo geti orðið, en hann hefur þegar tryggt sér rúmlega 65% hlut í félaginu.

Fabregas sáttur hjá Arsenal

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ánægður í röðum liðsins. Hann segist vilja vera áfram í Lundúnum.

Ívar framlengir við Reading

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading tilkynnti í dag að það hefði náð samkomulagi við fjóra af leikmönnum sínum um að framlengja samninga sína. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson sem er nú samningsbundinn Reading til ársins 2010. Þá framlengdu þeir James Harper, Shane Long og Simon Cox einnig samninga sína við félagið.

Torres stóðst læknisskoðun

Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool og verður kynntur til sögunnar á morgun sem nýr leikmaður liðsins. Sagt er að kaupvirðið sé 26,5 milljónir punda eða 3,35 milljarðar króna og að leikmaðurinn muni skrifa undir sex ára samning við þá rauðu eftir að hafa spilað allan sinn feril með Atletico Madrid á Spáni.

Eggert Magnússon: Gott að þessu er lokið

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, sagðist ánægður í dag þegar í ljós kom að West Ham héldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir að kröfu Sheffield United vegna Carlos Tevez var vísað frá. Forráðamenn United vildu að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni þrátt fyrir fall á þeim grunni að West Ham hefði teflt fram ólölgleum leikmanni í vor.

Sheffield United fær ekki sæti í úrvalsdeild

Sheffield United mun ekki fá sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að beiðni þeirra um að stig yrðu dregin af West Ham var vísað frá í dag. Forráðamenn Sheffield United leituðu réttar síns því þeim þótti West Ham hafa teflt Argentínumanninum Carlos Tevez fram ólöglega á síðustu leiktíð.

Stjóri Derby framlengir

Billy Davies, stjóri Derby County, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn Derby til ársins 2010. Hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í vor en orðrómur hafði verið uppi um að nýr maður yrði fenginn til að taka við liðinu. Skotinn Davies hefur verið í brúnni hjá Derby síðan 2006 þegar hann kom frá Preston.

Geremi á leið til Newcastle

Miðjumaðurinn Geremi hefur samþykkt að ganga í raðir Newcastle frá Chelsea á frjálsri sölu og á nú aðeins eftir að fá atvinnuleyfi svo að af félagskiptunum geti orðið. Geremi er 28 ára gamall landsliðsmaður Kamerún og hefur verið í röðum Chelsea frá árinu 2003.

Tevez-málið útkljáð á morgun?

Síðdegis á morgun mun úrskurðarnefnd tilkynna úrskurð sinn í máli Sheffield United gegn West Ham. Eins og kunnugt er voru forráðamenn Sheffield United ósáttir við að ekki hafi verið dregin stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumanninum Carlos Tevez.

Blackburn kaupir ungan hollending

Forráðamenn Blackburn Rovers hafa staðfest að félagið sé búið að landa hollenska framherjanum Maceo Rigters frá NAC Breda. Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en það er talið vera undir einni milljón punda vegna klásúlu sem Rigters var með í samningi sínum við félagið.

Luis Garcia nálgast Atletico Madrid

Luis Garcia, miðjumaður Liverpool, er alveg að því kominn að skrifa undir samning við Atletico Madrid í heimalandi sínu. Umboðsmaður hans staðfestir þetta. „Við erum að vinna í því að Garcia fari frá Liverpool til Atletico," sagði hinn 29 ára umboðsmaður, Manuel Garcia Quillon við PA sport.

Fowler á milli starfa

Robbie Fowler hefur viðurkennt að hann hafi ekki fengið nein tilboð eftir að hafa yfirgefið Liverpool í vor. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, sá ekki ástæðu til að bjóða Fowler nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi skorað 7 mörk á síðasta tímabili.

O´Neill vill kaupa Wright-Phillips

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur endurnýjað áhuga sinn á enska landsliðsmanninum Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea. O´Neill reyndi að fá Wright-Phillips á lánssamningi í janúar en það samþykktu forráðamenn Chelsea ekki. Chelsea hefur gefið út að leikmaðurinn sé falur fyrir tíu milljónir punda.

West Ham kaupir Faubert

West Ham hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á franska landsliðsmanninum Julien Faubert fyrir 6,1 milljón punda frá Bordeaux. Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir 5 ára samning við félagið og er þar af leiðandi annar leikmaðurinn sem að Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, fær til liðsins í sumar.

Kamara samþykkir að fara til Fulham - Heiðar til W.B.A?

Samkvæmt Skysports.com hefur Diomansy Kamara samþykkt að ganga til liðs við Fulham frá West Bromwich Albion. Fulham hefur verið á eftir leikmanninum síðasta mánuðinn og eftir að fyrsta tilboði þeirra var hafnað buðu þeir 4 milljónir punda auk þess að Heiðar Helguson myndi ganga til liðs við West Brom.

Klinsmann hafnaði Chelsea í sumar

Þýska goðsögnin Jürgen Klinsmann hefur sagt frá því að hann hafi hafnað tækifæri til að taka við Chelsea í sumar. Klinsmann hefur búið í Kaliforníu síðan hann kom þýska landsliðinu í undanúrslit á HM í Þýskalandi árið 2006.

Lampard hafnar ofursamning frá Chelsea

Samkvæmt heimildum News of the World hefur enski leikmaðurinn, Frank Lampard, hafnað risasamningstilboði frá Chelsea. Samkvæmt þessum heimildum hefði Lampard fengið hærri laun en Michael Ballack og Andriy Shevchenko, en þeir eru launahæstir hjá félaginu með 121 þúsund pund á viku.

Hargreaves skrifar undir hjá United

Owen Hargreaves hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Manchester United. Englandsmeistararnir staðfestu það í lok maí að félagið hefði náð samningum við Bayern Munchen um kaup á leikmanninum. Talið er að kaupverðið sé í kringum 17 milljónir punda.

Sjá næstu 50 fréttir