Enski boltinn

West Ham semur við Richard Wright

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert samning við markvörðinn Richard Wright sem var með lausa samninga hjá Everton. Wright lék áður með Ipswich og Arsenal og á að baki tvo landsleiki. Hann spilaði aðeins tvo leiki með Everton á síðustu leiktíð og hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er þriðji maðurinn sem West Ham kaupir í sumar auk þeirra Scott Parker og Julien Faubert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×