Enski boltinn

Eriksson hitti leikmenn City í dag

Eriksson fylgist hér með æfingu City ásamt stjórnarmönnum félagsins
Eriksson fylgist hér með æfingu City ásamt stjórnarmönnum félagsins AFP
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hitti leikmenn Manchester City í fyrsta skipti á æfingasvæði liðsins í dag. Búist er við því að Eriksson skrifi undir samning um að gerast stjóri liðsins um leið og Thaksin Shinawatra nær að klára yfirtöku sína á félaginu, en það gæti gerst í dag eða á morgun. Shinawatra þarf að eignast 75% hlut í félaginu til að svo geti orðið, en hann hefur þegar tryggt sér rúmlega 65% hlut í félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×