Enski boltinn

Reo-Coker kominn til Villa

NordicPhotos/GettyImages
Aston Villa gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Nigel Reo-Coker frá West Ham fyrir 8,5 milljónir punda. Hann er 23 ára gamall og gekk í raðir West Ham frá MK Dons (Wimbledon) árið 2004. Coker skoraði 11 mörk í 142 leikjum fyrir West Ham og var fyrirliði enska U-21 árs landsliðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×