Enski boltinn

Fabregas sáttur hjá Arsenal

AFP

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ánægður í röðum liðsins. Hann segist vilja vera áfram í Lundúnum.

Fabregas er tvítugur og hefur verið hjá Arsenal síðan hann kom frá Barcelona sextán ára gamall. Hann skrifaði undir átta ára samning við Arsenal í fyrra en hafði síðan látið í ljós bakþanka í kjölfar þess að Thierry Henry fór frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×