Enski boltinn

Kamara samþykkir að fara til Fulham - Heiðar til W.B.A?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt Skysports.com hefur Diomansy Kamara samþykkt að ganga til liðs við Fulham frá West Bromwich Albion. Fulham hefur verið á eftir leikmanninum síðasta mánuðinn og eftir að fyrsta tilboði þeirra var hafnað buðu þeir 4 milljónir punda auk þess að Heiðar Helguson myndi ganga til liðs við West Brom.

West Brom eru sagðir hafa samþykkt það tilboð og Kamara er nú staddur í læknisskoðun í herbúðum Fulham og talið er að hann skrifi undir 4 ára samning við félagið. Ekki kemur fram hvort að samkomulag hafi náðst á milli Heiðars og West Brom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×