Enski boltinn

Torres mætir á Anfield í dag

NordicPhotos/GettyImages
Dýrasti knattspyrnumaður í sögu Liverpool verður kynntur formlega til sögunnar á Anfield í dag þegar framherjinn Fernando Torres mun formlega ganga í raðir félagsins. Torres hefur þegar setið blaðamannafund í heimalandinu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn Atletico Madrid, en heilsar rauða hernum í dag eftir að hafa verið keyptur á rúma 3,3 milljarða króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×