Fleiri fréttir

Soutgate vill fá Grétar Rafn

Gareth Southgate, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, hefur staðfest áhuga sinn á íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni. Southgate er að leita að hægri bakverði þar sem Abel Xavier og Stuart Parnaby eru farnir frá félaginu og Tony McMahon er meiddur.

Martin Jol á eftir leikmönnum Chelsea

Þrátt fyrir að hafa nú þegar eytt um 27 milljónum punda í leikmenn er Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, sagður vera að undirbúa tilboð í Shaun Wright-Phillips og Lassana Diarra. Þeir eru báðir leikmenn Chelsea, en hafa ekki fengið að spila mikið.

Heiðar Helguson til W.B.A?

Fulham hefur náð samkomulagi við West Bromwich Albion um kaup á framherjanum Diomansy Kamara. Ef að allt gengur í gegn mun Heiðar Helguson ganga til liðs við West Bromwich sem hluti af samningnum, en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi.

Forlan til Atletico Madrid

Atletico Madrid er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Diego Forlan frá Villareal. Talið er að kaupverðið sé í kringum 14 milljónir punda. Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er Diego Forlan búinn að skrifa undir fjögurra ára samning.

United fær atvinnuleyfi fyrir Anderson

Manchester United hefur fengið atvinnuleyfi fyrir brasilíska miðjumanninn Anderson sem greiðir leiðina fyrir félagaskiptum hans frá Porto. Fyrri umsókn félagsins um atvinnuleyfi fyrir leikstjórnandann knáa var hafnað á þeim grundvelli að Anderson hefði ekki leikið nógu marga leiki fyrir brasilíska landsliðið eins reglur kveða á um.

Newcastle sagt falast eftir Eiði Smára

Enskir miðlar greina frá því að Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri Newcastle, sé nú staddur í Barcelona þar sem hann reyni að tryggja sér starfskrafta Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Tottenham sagt ganga að kröfum Charlton

Sky fréttastofan segir að Tottenham hafi nú gengið að kröfum Charlton um kaupverð á framherjanum Darren Bent. Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður mun fara í læknisskoðun á morgun og skrifar væntanlega undir samning við Tottenham á morgun.

Sissoko framlengir við Liverpool

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Malímaðurinn er 22 ára gamall og gekk í raðir Liverpool frá Valencia fyrir rúmar 5 milljónir punda árið 2005. Hann á að baki 71 leik með liðinu en hefur enn ekki náð að skora mark fyrir þá rauðu.

Ljungberg vill vera áfram hjá Arsenal

Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg ætlar ekki að fara frá Arsenal að sögn umboðsmanns leikmannsins. Ljungberg er þrítugur og hefur vakið áhuga liða víða á Englandi en hann átti við meiðsli að stríða síðasta vetur. "Freddie er samningsbundinn Arsenal til 2009 og hefur ekki áhuga á að fara frá félaginu," sagði umboðsmaðurinn.

Tottenham nálægt samkomulagi um Darren Bent

Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að nú styttist í að Tottenham muni landa framherjanum Darren Bent frá Charlton. Kaupverðið er sagt um 15 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla landsliðsmann og sagt er að félögin hafi komist að málamiðlun um kaupverðið í gær. Charlton vildi fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. Liverpool hefur einnig verið orðað við Bent en hefur beint sjónum sínum að Fernando Torres.

Chelsea að bjóða í Malouda?

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi gert 12 milljón punda kauptilboð í vængmanninn Florent Malouda hjá Lyon. Malouda hefur lengi verið orðaður við Chelsea og vitað er að Jose Mourinho hefur lengi haft augastað á hinum 27 ára gamla landsliðsmanni Frakka.

Eiður Smári er eins og Eric Cantona

Mike Whitlow, fyrrum samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Bolton, segir að það yrði frábært ef Manchester United gæti klófest Eið frá Barcelona og líkir landsliðsfyrirliðanum við Eric Cantona og Dennis Bergkamp.

Sjónvarpsstjóri Sýnar situr fyrir svörum

Í hádeginu var haldinn blaðamannafundur þar sem sjónvarpsstöðin Sýn 2 var formlega kynnt til leiks, en hún mun gera enska boltanum skil næstu þrjú árin. Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar sat fyrir svörum í hádegisviðtalinu á Stöð 2 og varpaði ljósi á áform stöðvarinnar varðandi enska boltann. Smelltu á spila til að sjá viðtalið.

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

Slúðurdálkarnir í bresku blöðunum eru fullir af safaríku efni í dag eins og venjulega og þar kemur meðal annars fram að forráðamenn LA Galaxy hafi farið þess á leit við David Beckham að hann stytti sumarfrí sitt, því liðið er í bullandi vandræðum í MLS deildinni.

Geremi orðaður við Newcastle

Sam Allardyce stjóri Newcastle er nú sagður vera á höttunum eftir Kamerúnmanninum Geremi hjá Chelsea, en hann er með lausa samninga í sumar. Geremi spilaði 23 leiki með Chelsea á síðustu leiktíð þegar mikil meiðsli voru í herbúðum liðsins en óvíst er hvort pláss verður fyrir hann á næstu leiktíð.

Ronaldo tekur Nani undir sinn verndarvæng

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætlar að sjá til þess að landi hans Nani fái góða handleiðslu í herbúðum liðsins á næsta tímabili. Nani gekk í raðir United frá Sporting Lissabon á dögunum og hefur stundum verið líkt við landa sinn Ronaldo.

Beðið eftir Wenger

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segist vongóður um að Arsene Wenger knattspyrnustjóri fáist til að framlengja samning sinn við félagið lengur en út næsta keppnistímabil. Framtíð stjórans virðis óráðin hjá félaginu og margir hafa slegið því föstu að hann muni fara frá félaginu eftir ár.

Liverpool er í viðræðum við Atletico

Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að Liverpool sé nú að gera lokatilraun til að fá til sín framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Sagt er að félögin séu í viðræðum en forseti Atletico segir ekkert tilboð hafa komið frá enska félaginu.

Caborn ræðir við erlenda eigendur

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, ætlar að funda með erlendum eigendum knattspyrnuliða í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Tilefni fundarins eru auknar áhyggjur heimamanna af þeim fjölda útlendinga sem eiga nú mörg af stóru félögunum í landinu. Sjö félög eru nú í eigu útlendinga í úrvalsdeildinni og þá fyrirhuguð sala á Manchester City ekki talin með.

Zola langar að taka við Chelsea

Hinn smái en knái Gianfranco Zola segir að sig langi mikið að gerast knattspyrnustjóri Chelsea einn daginn, en hann átti glæsilegan sjö ára feril með liðinu sem leikmaður á síðasta áratug. Zola er sem stendur aðstoðarmaður Pierluigi Casiraghi hjá U-21 árs liði Ítala.

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Íslenskir leikmenn koma við sögu í slúðurpakkanum í bresku blöðunum í morgun. Daily Mirror segir Manchester United vera á höttunum eftir Eiði Smára Guðjohnsen og þá segir The Times að Heiðar Helguson gæti verið á leið aftur til fyrrum félaga sinna í Watford.

Eriksson semur við Manchester City

Manchester City hefur náð samkomulagi við knattspyrnustjórann Sven-Göran Eriksson um að taka við liðinu eftir langar viðræður. Reuters fréttastofan greindi frá þessu rétt í þessu. Eriksson var síðast þjálfari enska landsliðsins en tekur nú við City þar sem reiknað er með að Thaksin Shinawatra verði nýr eigandi innan skamms.

United að bjóða í Eið Smára?

Breska blaðið Daily Mirror fullyrðir í dag að Manchester ætli að bjóða 8 milljónir punda eða einn milljarð í landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona. Þó verði ekki af kaupunum fyrr en United klárar að selja Alan Smith til Middlesbrough. Þá segir blaðið að félagið muni selja framherjann Giuseppe Rossi til Parma.

Tevez spenntur fyrir Arsenal

Carlos Tevez viðurkennir að hann sé spenntur yfir áhuga Arsenal á sér. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal eftir að Thierry Henry var keyptur til Barcelona í gær.

Atletico: Höfum ekkert heyrt í Liverpool

Forseti Atletico Madrid hefur vísað fregnum um brottför framherjans Fernando Torres á bug, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool. "Við höfum ekki fengið tilboð frá Liverpool eða öðrum í Torres. Hann er í sumarleyfi og kemur aftur til starfa þann 9. júlí," sagði Enrique Cerezo forseti.

Mánudagsslúðrið á Englandi

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er heitasta nafnið í bresku slúðurblöðunum í dag og ekki í fyrsta sinn. Vitað er að Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Torres í sínar raðir og Daily Star heldur því fram í dag að Atletico vilji fá Peter Crouch í skiptum fyrir Torres. Daily Telegraph segir að Liverpool muni hinsvegar kaupa hann beint fyrir hvorki meira né minna en 25 milljónir punda.

Smith á leið til Boro?

Nokkur bresku blaðanna fullyrða í morgun að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hafi fengið tilboð sitt í framherjann Alan Smith hjá Manchester United samþykkt. Boro er aðeins eitt fjölda liða sem orðuð hafa verið við kappann á síðustu vikum og talið er að Sunderland, Newcastle og Portsmouth séu öll tilbúin að greiða um 6 milljónir punda fyrir hann.

Warnock: Ég myndi standa mig betur en Eriksson

Neil Warnock, fyrrum þjálfari Sheffield United, segir að hann myndi án efa standa sig betur í starfi en Sven-Göran Eriksson ef hann fengi tækifæri til að taka við Manchester City. Svíinn hefur verið orðaður sterklega við félagið sem er nú á kafi í yfirtöku Thaksin Shinawatra.

Justin Timberlake heldur með Manchester United

Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Sunnudagsslúðrið á Englandi

Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent.

Richardson íhugar að fara frá United

Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu.

Vieri orðaður við Tottenham

Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður.

Benitez vill ekki lána Cisse

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum.

Laugardagsslúðrið á Englandi

Tíðindin af Thierry Henry hafa hleypt nýju blóði inn í slúðrið í enskum fjölmiðlum í dag og nokkur þeirra fullyrða að Arsene Wenger ætli sér að krækja í Carlos Tevez eða Nicolas Anelka til að fylla skarð Henry í framlínu Arsenal.

Bent fer líklega til Tottenham

Breska blaðið The Guardian telur sig hafa heimildir fyrir því að framherjinn Darren Bent muni ganga í raðir Tottenham frá Charlton eftir helgina fyrir 15-16 milljónir punda nema Liverpool stökkvi til og bjóði í hann á síðustu stundu. Liverpool er sagt vera að reyna að fá til sín Fernando Torres frá Atletico Madrid, en þar mun Bent vera næsti kostur ef félaginu mistekst að næla í Torres.

Ensk lið sögð berjast um að fá Eið Smára

Breska pressan var fljót að leggja saman tvo og tvo þegar ljóst varð að Thierry Henry væri á leið til Barcelona á Spáni og heldur því fram að Newcastle, Manchester United og Portsmouth séu nú öll að reyna að fá landsliðsfyrirliðann í sínar raðir.

Arsenal staðfestir brottför Henry til Barcelona

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti formlega í morgun að það hefði náð samkomulagi við spænska stórveldið Barcelona um sölu á framherjanum Thierry Henry. Talið er að kaupverðið sé um 16 milljónir punda og mun sá franski líklega skrifa undir fjögurra ára samning við Barca á mánudaginn ef hann lýkur læknisskoðun.

Enginn fallstemmning

Ég ætla ekki að taka falldrauginn með mér til Portsmouth segir Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í fótbolta. Fleiri ensk úrvalsdeildarlið vildu fá Hermann í sínar raðir, en framkvæmdastjórinn gerði útslagið.

Smith að fara til Newcastle?

Talið er að Newcastle sé búið að semja við Manchester United um að fá framherjann Alan Smith til liðsins. Smith vill fara frá United þar sem honum hefur verið sagt að hann fái ekki nýjan samning. Smith, sem er 26 ára skrifaði undir 5 ára samning við United árið 2004.

Shinawatra staðfestir fund með Eriksson

Thaksin Shinawatra, sem í dag lagði fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Manchester City, staðfesti nú síðdegis að hann hefði þegar rætt við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni. Eriksson mun vera að hugsa málið í augnablikinu. Claudio Ranieri hefur þegar verið boðin staðan en hann afþakkaði.

Mikel settur út úr nígeríska landsliðinu

Nígeríska knattspyrnusambandið hefur sett miðjumanninn John Obi Mikel hjá Chelsea í bann frá öllum keppnum með landsliðinu eftir að hann mætti ekki í leik liðsins gegn Úganda fyrir þremur vikum. Mikel bar við meiðslum sem síðar voru staðfest af enska félaginu, en forráðamenn landsliðsins eru æfir og hafa beðið hann að éta það sem úti frýs.

Heiðar í skiptum fyrir Kamara?

Lawrie Sanchez, stjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður tilbúinn að tjalda öllu til að krækja í framherjann Diomansy Kamara hjá West Brom. Sky sjónvarpsstöðin heldur því fram að Fulham hafi þegar boðið West Brom þrjár milljónir punda og Heiðar Helguson í skiptum fyrir Camara sem skoraði grimmt í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Shinawatra leggur fram formlegt tilboð í City

Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands, lagði í dag fram formlegt 81,6 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Manchester City. Shinawatra á enn eftir að standast kröfur úrvalsdeildarinnar til að geta eignast félagið, en hann á undir högg að sækja í heimalandinu vegna meintrar spillingar.

Englendingar úr leik á EM

Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri féll í kvöld úr leik í undanúrslitaleik Evrópumótsins þegar liðið tapaði 13-12 fyrir heimamönnum Hollendingum. Leikurinn var framlengdur og réðust úrslitin eftir langa og dramatíska vítakeppni þar sem Anton Ferdinand skaut í slá úr síðustu spyrnu enska liðsins.

Villa að undirbúa risatilboð í Forlan?

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er sagt muni bjóða allt að 15 milljónir punda í framherjann Diego Forlan hjá Villarreal. Forlan spilaði með Manchester United fyrir nokkrum árum með misjöfnum árangri en hefur skoraði 54 mörk í 103 leikjum fyrir spænska liðið. Ef þessi tíðindi reynast rétt er ljóst að þetta yrði langhæsta upphæð sem Villa hefur greitt fyrir leikmann í sögu félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir