Enski boltinn

Bellamy líklega á útleið

Bellamy þykir líklegur til að fara frá Liverpool í sumar
Bellamy þykir líklegur til að fara frá Liverpool í sumar NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Craig Bellamy virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool ef marka má viðtal sem tekið var við Rafa Benitez knattspyrnustjóra í dag, eftir að hann gekk frá samningi við Fernando Torres.

Benitez vildi lítið tjá sig um aðra framherja í hópnum þegar hann var spurður um framtíð þeirra, en sagði að Peter Crouch væri þó örugglega inni í sínum framtíðaráformum. Hann þyrfti þó að sanna sig. "Ég er ánægður með að Torres skuli vera kominn hingað. Nokkur félög hafa sett sig í samband við okkur vegna Bellamy og það er mögulegt að hann fari frá félaginu. Hann veit þetta, en hann er leikmaður Liverpool í augnablikinu. Við sjáum hvað setur. Það eina sem ég get sagt er að Crouch verður klárlega áfram hjá okkur. Ég er búinn að segja honum að hann sé partur af planinu - en hann verði að berjast fyrir sæti sínu í liðinu," sagði Benitez og ítrekaði að Liverpool þyrfti meiri hjálp ef liðið ætlaði sér að berjast á öllum vígstöðvum. "Við þurfum fyrst og fremst kantmenn," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×