Enski boltinn

O´Neill vill kaupa Wright-Phillips

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur endurnýjað áhuga sinn á enska landsliðsmanninum Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea. O´Neill reyndi að fá Wright-Phillips á lánssamningi í janúar en það samþykktu forráðamenn Chelsea ekki. Chelsea hefur gefið út að leikmaðurinn sé falur fyrir tíu milljónir punda.

Aston Villa hefur ekki enn fest kaup á nýjum leikmanni í sumar, en O´Neill hefur fengið loforð frá Randy Lerner, eiganda klúbbsins, um að hann fái nægan pening til leikmannakaupa í sumar.

Jermaine Defoe, Jason Koumas og Nigel Reo-Coker eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×