Enski boltinn

Fabregas: Ég verð áfram ef Wenger verður áfram

AFP

Umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að hann verði ánægður í herbúðum liðsins svo lengi sem Arsene Wenger verði áfram knattspyrnustjóri. Arsenal hefur enn á ný þurft að blása á fregnir af því að Fabregas sé á leið frá félaginu.

"Cesc hefur ekki verið að hugsa sér að fara frá Arsenal og byrjar æfingar með liðinu í næstu viku," sagði umboðsmaðurinn. "Hefði Arsene Wenger farið frá Arsenal hefði staðan kannski verið önnur því hann er lærifaðir Cesc og hann er mjög þakklátur Wenger fyrir það sem hann hefur kennt honum. Real Madrid hefur ekki sett sig í samband við Arsenal vegna Cesc og það hafa ekki verið neinar samningaviðræður milli félaganna. Allt getur gerst í fótbolta, en Cesc fer ekki til Real Madrid í sumar - einfaldlega af því að það hefur ekkert verið rætt," sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×