Enski boltinn

Terry og Lampard verða ekki seldir

Gulldrengirnir Terry og Lampard verða áfram hjá Chelsea að sögn stjórnarformannsins
Gulldrengirnir Terry og Lampard verða áfram hjá Chelsea að sögn stjórnarformannsins NordicPhotos/GettyImages

Stjórnarformaður Chelsea segir ekki koma til greina að félagið selji þá John Terry fyrirliða og Frank Lampard, þrátt fyrir að erfiðlega gangi að framlengja samninga þeirra beggja við félagið. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningum sínum og hafa mörg stórlið í Evrópu rennt hýru auga til þeirra á síðustu árum.

"Við viljum að sjálfssögðu halda þeim báðum áfram hér hjá félaginu og þeir eru báðir atvinnumenn fram í fingurgóma. Ég er viss um að þeir vilja báðir vera áfram og það væri fínt að geta klárað að semja við þá fyrir lok næstu leiktíðar," sagði Peter Kenyon og ítrekaði að þeir væru ekki til sölu. "Við höfum ekki fengið nein kauptilboð í þá eða aðra leikmenn - og ef svo væri - myndum við segja þvert nei," sagði stjórnarformaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×