Enski boltinn

Gilberto svarar Drogba fullum hálsi

AFP

Miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal hefur nú svarað ummælum Didier Drogba hjá Chelsea fullum hálsi, en framherjinn lét hafa eftir sér í gær að Arsenal gæti ekki lengur talist eitt af þeim liðum sem myndu berjast um enska meistaratitilinn.

"Segir Drogba að við eigum ekki möguleika á titlinum? Við skulum sjá hvað gerist. Þeir (Chelsea) eyddu gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn fyrir síðasta tímabil en þeir náðu hvorki að vinna okkur né verja titil sinn. Ég held að Drogba ætti nú að gæta orða sinna," sagði Gilberto í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×